Allar fréttir

Þriðjudagur, 2. júlí 2019

Hreinsunarátak er í gangi á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu þessa dagana.

Móttökusvæðið sunnan Landvegamóta er opið dagana 28. júní til 5. júlí n.k. og er gjaldfrjálst þennan tíma.

Sérstaklega skal taka fram að eingögnu verða þar gámar fyrir málma, timbur, grófan úrgang og kör fyrir rafgeyma.

Íbúar eru hvattir til að notafæra sér þessa þjónustu.  Ákaflega er mikilvægt að rétt sé flokkað í gámana.

Eftir að hreinsunarátaki lýkur verða allir gámar fjarlægðir og algerlega er óheimilt að afsetja úrgang á þessu svæði.

Mánudagur, 1. júlí 2019

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð í júlí vegna sumaraleyfa.

Fylgst verður með tölvupósti og honum svarað eins og kostur er. 

Farsími sveitarstjóra er 897-0890.

Föstudagur, 21. júní 2019

Sumarguðsþjónusta verður sunnudagskvöldið 23. júní kl. 20.30.

Sálmar sungnir sem hæfa árstímanum og gefa stundinni helgan og léttan blæ.

Laugardagur, 8. júní 2019

16. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 12. júní 2019 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundurinn hefst klukkan 8:30.

Með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan má nálgast dagskrá fundarins:

Dagskrá 16. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Föstudagur, 7. júní 2019

Samráðsfundur Ásahrepps og Rangárþings ytra

verður haldinn í Menningarhúsinu á Hellu - 11. júní 2019 kl. 13:00-15:00

Miðvikudagur, 5. júní 2019

Hreppsnefnd Ásahrepps biðlaði til hreppsbúa að sameinast um að gera fínt með vegum og heimreiðum. Síðan var lokaátakið í síðustu viku, eða þann 29. maí, að fara með þjóðveginum og tína rusl sem þar fannst.
Óhætt er að segja að þátttaka hafi verið virkilega góð og gekk verkið hratt og vel fyrir sig.

Miðvikudagur, 5. júní 2019

Auglýst er eftir áhugasömum aðilum til að sjá um dreifingu áburðar til uppgræðslu á Holtamannaafrétti nú í sumar.  Þessi áburðardreifing er liður í landbótum á afréttinum.  Dreifing mun verða á Búðarhálsi og Þóristungum.

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sveitarstjóra Ásahrepps, Valtý Valtýssyni, í síma 897-0890 eða með því að senda tölvupóst á póstfang valtyr@asahreppur.is

Umsóknir skulu berast á fyrrgreint tölvupóstfang eða skriflega á skrifstofu Ásahrepps í síðasta lagi 15. júní 2019.

 

Miðvikudagur, 22. maí 2019

Hreppsnefnd Ásahrepps ákvað á síðasta fundi sínum að efna til hreinsunarátaks, plokkdag, meðfram Suðurlandsvegi, þjóðvegi 1, í sveitarfélaginu miðvikudaginn 29. maí n.k. og hefst klukkan 17:00.

Mæting er annars vegar við Kálfholtsveg (288) og hins vegar Ásmundarstaðarveg (282).

Íbúar eru hvattir til að taka þátt í þessu hreinsunarátaki.

Ruslapokar og hanskar verða afhentir við byrjun verkefnisins við fyrrgreind gatnamót og  sveitarfélagið mun sjá um að ekið verður um, pokar teknir upp og skilað á móttökustað að Strönd.

Miðvikudagur, 22. maí 2019

Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá atvinnuauglýsinguna:

Atvinnuauglýsing frá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Mánudagur, 20. maí 2019

Lánasérfræðingar frá Byggðastofnun verða á Hvolsvelli á morgun 21. maí kl. 09.00 að Austurvegi 4, önnur hæð. Þá gefst forsvarsmönnum fyrirtækja tækifæri til að ræða sínar hugmyndir við lánasérfræðingana. Hvetjum áhugasama um að mæta og kynna sér hvað Byggðastofnun hefur upp á að bjóða.

Pages