Allar fréttir

Miðvikudagur, 6. nóvember 2019

Samkvæmt samþykktum Samtaka orkusveitarfélaga skal halda aðalfund annað hvert ár og hitt árið skal halda orkufund.

Orkufundur 2019 verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13:00 - 15:30.

Orkufundur er ætlaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga um tiltekin málefni sem stjórnin ákveður.  Orkufundur er öllum opinn og tekur ekki ákvarðanir í málefnum Samtaka orkusveitarfélaga, en getur beint ályktunum til stjórnar samtakanna.

Mánudagur, 28. október 2019

Samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu þá er gert ráð fyrir því að  smölun heimalanda fari fram fyrir lok októbermánuðar ár hvert. Þar segir í 27. gr. "Við byggðasmölun er hver og einn skyldugur til að smala heimaland sitt og hlýðnast þeim fyrirskipunum sveitarstjórnar, sem miða að því að vel sé smalað og almenningur sé samtaka í smölun, bæði innbyrðis og sveita á milli. Sé fyrirmælum um smölun ekki hlýtt og sterkur grunur leikur á að í viðkomandi landi sé um óskil að ræða, getur sveitarstjórn fyrirskipað smölun á kostnað umráðamanns viðkomandi jarðar".

Miðvikudagur, 23. október 2019

Guðþjónusta verður sunnudaginn 27. október klukkan 14:00

Kirkjukórinn syngur sálma úr Söngvasveig undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur.

Stefán Orri Gíslason söngnemi mun syngja einsöng í athöfninni.

Verð hjartanlega velkomin.

Sóknarprestur

Föstudagur, 11. október 2019

Til að sjá auglýsingu þá smellið á krækjuna hér fyrir neðan:

Auglýsing frá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita

Föstudagur, 11. október 2019

19. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi miðvikudaginn 16. október 2019.

Fundurinn hefst kl. 8:30.

Hægt er að skoða dagskrá fundarins með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Dagskrá 19. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Föstudagur, 13. september 2019

Fundurinn verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi, miðvikudaginn 18. september 2019.

Fundurinn hefst klukkan 8:30.

Með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan má nálgast dagskrá fundarins.

Dagskrá 18. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Föstudagur, 16. ágúst 2019

Fundurinn verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins miðvi

Fimmtudagur, 15. ágúst 2019

Sökum mikilla þurrka undanfarið og lækkandi grunnvatnsstöðu, þá er mikið álag á veitukerfi sveitarfélaganna.  Nú sem aldrei fyrr er því mikilvægt að fara sparlega með vatn og yfirfara hvort einhvers staðar er sírennsli.  íbúar og aðrir sem tengdir eru vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps eru beðnir um að stilla allri vökvun og almennri vatnsnotkun í hóf.  Þetta á einkum við svæðið vestan Ytri-Rangár.

Pages