Allar fréttir

Miðvikudagur, 7. febrúar 2018

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 11. febrúar, kl. 14.00.

Sóknarprestur

Þriðjudagur, 6. febrúar 2018

Laus er til umsóknar staða skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis- og tæknisviði uppsveita. Að embættinu standa sveitarfélögin Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur.  Aðsetur skipulagsfulltrúa er að Dalbraut 12 á Laugarvatni.

Fimmtudagur, 25. janúar 2018

verður haldið á Laugalandi laugardagskvöldið 3. febrúar.

 

Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst klukkan 20:30

Jón Bjarnason leikur fyrir dansi fram eftir nóttu.

 

Miðaverð í forsölu kr. 6.000. Miðar sem greiddir eru

eftir að forsölu líkur kr. 7.500. Forsölu lýkur 28. janúar.

Miðaverð leggist inná reikning: 0370-13-002459. Kt: 160676-4939.

Nánari uppl. og staðfesting greiðslu - gudrunlara@simnet.is.

Þriðjudagur, 23. janúar 2018

2018

Fréttabréf Félags eldri borgara Rangárvallasýslu

Fréttabréf félags eldri borgara í Rangárvallasýslu frá 1. jan. til september 2018

Stjórn félagsins skipa: Formaður Guðrún Aradóttir, ritari Svavar Hauksson, gjaldkeri Þórunn Ragnarsdóttir, meðstjórnendur Sigrún Ólafsdóttir og Júlíus P. Guðjónsson ,varamenn Ingibjörg Þorgilsdóttir og Þorsteinn Markússon, skoðunarmenn eru Sigrún Sveinbjarnardóttir og Rósa Aðalsteinsdóttir, varamenn eru Helga Þorsteinsdóttir og Gyða Guðmundsdóttir

Mánudagur, 15. janúar 2018

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:

Mánudagur, 8. janúar 2018

 

Dagskrá 54. fundar hreppsnefndar dagsettur 10. janúar 2018 kl. 9:00

 

1.     Fundargerðir

2.     Erindi til hreppsnefndar

              3.     Stórólfsvöllur kauptilboð

              4.     Samstarfssamningur um sameiginlegan seyrurekstur

5.     Uppgjör launagreiðenda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997

Föstudagur, 5. janúar 2018

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 20. febrúar. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.

Styrkir til tvenns konar verkefna

Í samræmi við það sem samningur landanna kveður á um er hægt að sækja um styrki til tvennskonar verkefna:

Fimmtudagur, 4. janúar 2018

Hjartaheill, Samtök sykursjúkra, Samtök lungnasjúklinga og SÍBS í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) munu bjóða íbúum á Suðurlandi upp á ókeypis heilsufarsmælingu 22. - 26. janúar næstkomandi undir merkjum "SÍBS líf og heilsa" verkefnisins. Íbúum Hveragerðis og nærsveita var boðið í mælingu þann 23. nóvember.  Við munum senda út boðsbréf á alla íbúa í póstnúmerum 800, 801, 820, 825, 815, 840 og 845, fimmtudaginn 18.

Pages