Allar fréttir

Þriðjudagur, 12. september 2017

 

Vinna við borun nýrrar borholu á Laugalandi í Holtum er hafin. Væntingar eru um að finna heitt vatn og auka þannig nýtanlegan forða Rangárveitna. Í tengslum við borunina verður nú um miðjan mánuð slökkt á dælingu úr nærliggjandi vinnsluholu í þeim tilgangi að tryggja afkastagetu hennar. Búast má lægra hitastigi á vatni hjá viðskiptavinum Rangárveitna austan Laugalands, þar með talið á Hellu og Hvolsvelli. Ekki er gert ráð fyrir að þetta hafi mikil áhrif hjá viðskiptavinum. Gert er ráð fyrir að borunin taki um fjórar vikur og verður vinnsluholan gangsett aftur að borun lokinni.

Þriðjudagur, 12. september 2017

 

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í Ásahreppi  þann 13. sept. Taka þarf  aðveitu við Sumarliðabæ í sundur vegna færslu.  Verður vatnslaust frá Holtavegi  og niður í hluta Ásahrepps, sjá meðfylgjandi mynd.  

Tími áætlað frá 10:00-15:00. veitur.is

 

Þriðjudagur, 12. september 2017

 

Guðsþjónusta sunnudaginn 17. sept. kl. 14.00. Í athöfninni verður barn borið til skírnar.

Sóknarprestur 

Mánudagur, 11. september 2017

 

Dagskrá 49. fundar hreppsnefndar dagsettur 13. september 2017 kl. 9:00

 

1.     Yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins fyrstu 7 mánuði ársins

2.     SASS þing, kosning fulltrúa

3.     Fundargerðir

4.     Erindi til hreppsnefndar

5.     Samkomulag um endurreisn gróðurlendis vegna Sporðöldulóns 2017-2021

6.     Næsti fundur hreppsnefndar

 

 Laugalandi 11. september 2017, oddviti Ásahrepps

Mánudagur, 11. september 2017

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður skrifstofan lokuð í dag, mánudaginn 11. september eftir kl. 14.30.

Ef erindið þolir ekki bið vinsamlegast hafið þá samband við sveitarstjóra í síma 898-5828.

-NJ-

Mánudagur, 4. september 2017

Húsvörður

·       annast húsvörslu alls húsnæðis á Laugalandi; grunnskóla, leikskóla og íþróttamannvirkja, þ.m.t. sundlaugar. Hann sinnir léttu viðhaldi og tryggir að allur búnaður virki sem skyldi og er ábyrgur fyrir ræstingu mannvirkja.

 

·       er tengiliður stofnana við alla viðburði sem haldnir eru á Laugalandi.

 

·       vinnur með börnum og unglingum bæði við gæslu nemenda í skóla og við íþróttaiðkanir.

 

Miðvikudagur, 30. ágúst 2017

 

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.  óskar að ráða tvo öfluga einstaklinga til starfa hjá byggðasamlaginu.

Starfið er að uppistöðu akstur sorphirðubifreiða og því er nauðsynlegt að viðkomandi hafi meirapróf.  Æskilegt er að viðkomandi þekki vel til í Rangárvallasýslu.  

Ráðningatími er frá 27. nóvember n.k.

Miðvikudagur, 30. ágúst 2017

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu í sveitarstjórn: 

1.      Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Hraungerðishreppi 2003-2015 á spildu úr landi Langholts 1.

Fimmtudagur, 17. ágúst 2017

Nú styttist í skólabyrjun og er það okkur sönn ánægja að geta sagt frá því að skólinn mun útvega öll kennslugögn sem nemendur þurfa á að halda í vetur, s.s. stílabækur, reikningsbækur, blöð og flokkunarspjöld í harðspjaldamöppur. Þá hafa þeir aðgang að ritföngum í skólanum sem venjulega eru til staðar í pennaveskjum þeirra.

http://www.laugalandsskoli.is/

Mánudagur, 14. ágúst 2017

 

Dagskrá 48. fundar hreppsnefndar dagsettur 16. ágúst 2017 kl. 9:00

 

1.     Sveitarfélagamörk

2.     Minnispunktar um ágreining milli Ásahrepps og Rangárþings ytra um stofnkostnað v. Dvalarheimilisins Lundar á Hellu

3.     Fundargerðir

4.     Erindi til hreppsnefndar

5.     Næsti fundur hreppsnefndar

 

 Laugalandi 14. ágúst 2017, oddviti Ásahrepps

Pages