Allar fréttir

Föstudagur, 30. desember 2016

Vegna óveðurs í vikunni erum við á eftir áætlun með sorphirðuna í hluta Ásahrepps og Rangárþingi ytra (Gult svæði á dagatali).

Við verðum búin að koma okkur á rétt ról fljótlega í næstu viku.

 

Kveðja

Hannes Örn

Gámaþjónustan

Fimmtudagur, 29. desember 2016

 

Vakin er athygli á því að þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt.

Sjá nánar hér: husbot.is

Sveitarfélög koma til með að greiða áfram út sérstakan húsnæðisstuðning.

 

-NJ-

Föstudagur, 23. desember 2016

Mánudagur, 19. desember 2016

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

 

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 

1.      Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjarhrepps 2004-2016 á svæði austan við Árnes (Réttarholt A). Svæði fyrir verslun- og þjónustu í staði landbúnaðarsvæðis.

Þriðjudagur, 13. desember 2016

Bleikálótt hryssa í óskilum við Fákshóla/Berustaði/Ásmundarstaði. Er milli skurða og girðingar. 

Mánudagur, 12. desember 2016

Dagskrá 40. fundar hreppsnefndar dagsettur 14. des. 2016 kl. 9:00

 

1.     Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2016

2.     Fundargerðir

3.     Álagning gjalda og gjaldskrár fyrir árið 2017

           4.     Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum

           5.     Breyting á þingfararkaupi

           6.     Samþykkt fyrir Tónlistarskóla Rangæinga

Mánudagur, 12. desember 2016

Minnum á að umsóknarfrestur um íþrótta- og tómstundastyrk fyrir árið 2016 rennur út 15. desember 2016. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðunni ásamt reglum. Gögnin má senda í tölvupósti á asahreppur@asahreppur.is

Föstudagur, 2. desember 2016

 

Ásahreppur og Veitur hafa náð samkomulagi um uppgjör vegna uppbyggingar, reksturs og gjaldtöku fyrir hitaveitu í Ásahreppi. Aðila hafði greint á um gjaldskrá fyrir heitt vatn í hreppnum allt frá árinu 2011.

Ágreiningurinn snerist um túlkun samnings um yfirtöku Orkuveitu Reykjavíkur á Hitaveitu Rangæinga. Ásahreppur taldi gjaldskrárhækkun OR árið 2011 ekki í samræmi við samninginn og OR, síðar Veitur, töldu að forsendur í samningum um uppbyggingu í sveitarfélaginu hefðu ekki staðist.

Mánudagur, 28. nóvember 2016

Dagskrá 39. fundar (aukafundur) hreppsnefndar dagsettur 30. nóvember 2016 kl. 10:00

 

1.     Samkomulag um uppgjör varðandi uppbyggingu, rekstur og gjaldtöku fyrir hitaveitu í Ásahreppi.

2.     Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

3.     Næsti fundur hreppsnefndar

 

 Laugalandi 28. nóvember 2016, oddviti Ásahrepps

Mánudagur, 28. nóvember 2016

við minnum á kynningarfundina um niðurstöðu markaðsgreiningar og markaðslega stefnumótun fyrir áfangastaðinn Suðurland. Á fundunum munu fulltrúar Markaðsstofunnar kynna niðurstöðu skýrslu sem unnin var af markaðsráðgjafafyrirtækinu Manhattan ásamt Markaðsstofu Suðurlands en greiningin er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands.
 
Fundirnir eru opnir öllum og við hvetjum sérstaklega fólk í ferðaþjónustu að mæta á kynningarnar. Léttar veitingar.
 
Fundirnir verða sem hér segir:

Pages