Allar fréttir

Miðvikudagur, 5. júní 2019

Hreppsnefnd Ásahrepps biðlaði til hreppsbúa að sameinast um að gera fínt með vegum og heimreiðum. Síðan var lokaátakið í síðustu viku, eða þann 29. maí, að fara með þjóðveginum og tína rusl sem þar fannst.
Óhætt er að segja að þátttaka hafi verið virkilega góð og gekk verkið hratt og vel fyrir sig.

Miðvikudagur, 5. júní 2019

Auglýst er eftir áhugasömum aðilum til að sjá um dreifingu áburðar til uppgræðslu á Holtamannaafrétti nú í sumar.  Þessi áburðardreifing er liður í landbótum á afréttinum.  Dreifing mun verða á Búðarhálsi og Þóristungum.

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sveitarstjóra Ásahrepps, Valtý Valtýssyni, í síma 897-0890 eða með því að senda tölvupóst á póstfang valtyr@asahreppur.is

Umsóknir skulu berast á fyrrgreint tölvupóstfang eða skriflega á skrifstofu Ásahrepps í síðasta lagi 15. júní 2019.

 

Miðvikudagur, 22. maí 2019

Hreppsnefnd Ásahrepps ákvað á síðasta fundi sínum að efna til hreinsunarátaks, plokkdag, meðfram Suðurlandsvegi, þjóðvegi 1, í sveitarfélaginu miðvikudaginn 29. maí n.k. og hefst klukkan 17:00.

Mæting er annars vegar við Kálfholtsveg (288) og hins vegar Ásmundarstaðarveg (282).

Íbúar eru hvattir til að taka þátt í þessu hreinsunarátaki.

Ruslapokar og hanskar verða afhentir við byrjun verkefnisins við fyrrgreind gatnamót og  sveitarfélagið mun sjá um að ekið verður um, pokar teknir upp og skilað á móttökustað að Strönd.

Miðvikudagur, 22. maí 2019

Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá atvinnuauglýsinguna:

Atvinnuauglýsing frá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Mánudagur, 20. maí 2019

Lánasérfræðingar frá Byggðastofnun verða á Hvolsvelli á morgun 21. maí kl. 09.00 að Austurvegi 4, önnur hæð. Þá gefst forsvarsmönnum fyrirtækja tækifæri til að ræða sínar hugmyndir við lánasérfræðingana. Hvetjum áhugasama um að mæta og kynna sér hvað Byggðastofnun hefur upp á að bjóða.

Miðvikudagur, 15. maí 2019

Hreppsnefnd Ásahrepps hefur samþykkt að næsti reglubundni fundur, sá 16. á þessu kjörtímabili, verði haldinn 12. júní 2019 klukkan 8:30.

Fundurinn ásamt dagskrá verður komið á framfæri á fréttasíðu Ásahrepps með hefðbundnum hætti þann 7. júní n.k.

 

Föstudagur, 10. maí 2019

15. fundur hreppsnefndar Ásahrepps veður haldinn miðvikudaginn 15. maí 2019 á skrifstofu sveitarfélagsins á Laugalandi.  Fundurinn hefst kl. 8:30.

Hægt er að nálgast dagskrá fundarins með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Dagskrá 15. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Mánudagur, 6. maí 2019

Kristín Sigfúsdóttir er 56 ára aðstoðarskólastjóri við Laugalandsskóla. Hún er fædd og uppalin á Selfossi en á ættir sínar að rekja í Rangávallasýslu og býr á Hellu með fjölskyldu sinni. Kristín er grunnskólakennari að mennt og hefur tekið meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnun menntastofnana. Hún hefur sinnt kennslu í grunnskólunum í Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, Hellu auk starfa sinna í Grunnskólanum á Laugalandi.

Þriðjudagur, 30. apríl 2019

Brunavarnir Rangárvallasýslu hafa fest kaup á hluta af iðnaðarhúsi sem BR Sverrisson ehf er að byggja á Hellu. Fyrsta skóflustunga að húsinu og þar með nýrri slökkvistöð fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu var tekin í dag að viðstöddum sveitarstjórum og oddvitum í Rangárvallasýslu ásamt Slökkviliðsstjóra og stjórnarmönnum Brunavarna Rangárvallssýslu.

 

f.v. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþingi ytra, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri Ásahrepps, Hjalti Tómasson varaoddviti Rangárþings ytra og formaður stjórnar Brunavarna, Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Rangárvallasýslu, Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra og Guðmundur Gíslason stjórnarmaður í Brunavörnum Rangárvallasýslu.

Pages