Allar fréttir

Mánudagur, 27. ágúst 2018

Áhugasömum aðilum hér með boðið að taka þátt í fyrsta áfanga í mótun umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland. Haldnir verða sjö opnir samráðsfundir á Suðurlandi. Viðfangsefni fundanna er að greina helstu tækifæri og álitamál á sviði umhverfis- og auðlindamála, auk þess verða kynnt áhugaverð fordæmi í þessum efnum. 

Þriðjudagur, 14. ágúst 2018

Umhverfis- og auðlindaráðherra, skipaði síðastliðið vor þverpólitíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra þingflokka á Alþingi auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga. Þá sitja fulltrúar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu í nefndinni.

sunnudagur, 12. ágúst 2018

Næsta mánudag, þann 13. ágúst 2018, verður skrifstofa Ásahrepps opinn á milli 13:00 og 16:00.

Sveitarstjóri.

sunnudagur, 5. ágúst 2018

5. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps miðvikudaginn 8. ágúst 2018.  Fundurinn hefst klukkan 8:30.

Fundarboð og dagskrá 5. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Pages