Allar fréttir

Miðvikudagur, 9. ágúst 2017

 

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála.

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 25. ágúst. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.

 

Styrkir til tvenns konar verkefna

Í samræmi við það sem samningur landanna kveður á um er hægt að sækja um styrki til tvennskonar verkefna:

Föstudagur, 14. júlí 2017

Vinna við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hafin og hefur verið opnað sérstakt vefsvæði tileinkað vinnunni á slóðinni www.co2.is. Almenningur er hvattur til að senda hugmyndir og tillögur að aðgerðum til verkefnisstjórnar á netfangið loftslag@uar.is  

Ætlunin er að birta jafnóðum á vefsvæðinu þær tillögur sem berast en þar er einnig að finna ýmsar upplýsingar er tengjast vinnunni við aðgerðaáætlun. Ég yrði ákaflega þakklát ef þið gætuð vakið athygli á þessu eins og hægt er.

sunnudagur, 9. júlí 2017

 

Dagskrá 47. fundar (aukafundur) hreppsnefndar dagsettur 12. júlí 2017 kl. 9:00

 1.  Lögreglusamþykkt fyrir Suðurland, síðari umræða
 2.  Kaup á byggingum Skógaskóla við Skógasafn, síðari umræða
 3.  Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.
 4.  Breyting á þingfararkaupi
 5.  Fundargerðir
 6.  Erindi til hreppsnefndar
 7.  Næsti fundur hreppsnefndar

 Laugalandi 9. júlí 2017, oddviti Ásahrepps

Miðvikudagur, 28. júní 2017

 

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Ásahrepps lokuð frá og með 3. júlí til og með 31. júlí.

Ef erindið þolir ekki bið þá vinsamlega sendið það á asahreppur@asahreppur.is og verður því svarað svo fljótt sem hægt er.

Miðvikudagur, 21. júní 2017

 

Upprekstur á Holtamannaafrétt og Þóristungur er heimill frá og með 30. júní nk.

Þriðjudagur, 20. júní 2017

“Sumarmessa” sunnudagskvöldið 25. júní, kl. 20.30. Sálmar sungnir sem hæfa árstímanum og gefa stundinni helgan og léttan blæ.

Hjartanlega velkomin.

Sóknarprestur

Miðvikudagur, 14. júní 2017

 

Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur í Ásabrekkuskógi nk. laugardag.

Formlega dagskrá hefst klukkan 11:00.

Mæting kl. 10:30 fyrir þá sem vilja andlitsmálun.

 

Dagskrá kl. 11:00:

Setning

Einar Mikael töframaður

Fjallmaður

Tónlistaratriði

Ratleikur

Kirkjukórinn

Kl. 12:30 grillveisla með harmonikkuundirspili

 

Allir velkomnir

 

Ásahreppur, Kvenfélagið Framtíðin & Skógræktarfélag Rangæinga

 

 

 

Mánudagur, 12. júní 2017

 

Dagskrá 46. fundar hreppsnefndar dagsettur 14. júní 2017 kl. 9:00

 1. Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi
 2. Fundargerðir
 3. Erindi til hreppsnefndar
 4. Næsti fundur hreppsnefndar

 

 Laugalandi 12. júní 2017, oddviti Ásahrepps

Föstudagur, 2. júní 2017

 

Minnum á að þriðjudaginn 6. júní n.k. verður haldinn umhverfisdagur Ásahrepps. Í ár ætlum við að tína rusl með öllum vegum í hreppnum. Vonast er til að sem flestir íbúar sjái sér fært að taka þátt.

Fulltrúar hrepps- og umhverfisnefndar hafa verið skipaðir tengistjórar með helstu hliðarvegum sem hér segir:

Bugavegur, Eydís Hrönn Tómasdóttir s: 867 0671

Ásvegur, Egill Sigurðsson s: 897-6268

Sumarliðabæjavegur, Elín Grétarsdóttir s: 866-8885

Þriðjudagur, 16. maí 2017

Verður haldinn í Menningarhúsinu á Hellu - 17. maí 2017 kl. 12:30-15:00

Pages