Dagur sauðkindarinnar í Rangárþingi var haldinn hátíðlegur í Skeiðvangi Hvolsvelli í 10. sinn

Miðvikudagur, 18. október 2017
Hafrún Ísleifsdóttir í Kálfholti átti litfegursta lambið

Þar mega bændur frá Þjórsá að Markarfljóti koma með úrvalsgripi sína og eru þeir dæmdir og verðlaunaðir. Dæmt er í þremur flokkum lambhrútum veturgömlum hrútum og gimbrum. Í hverjum flokki  eru saman hvítir, mislitir, hyrndir og kollóttir. Dómarar voru Hermann Árnason, Reynir Stefánsson og Berglind Guðgeirsdóttir.

Efstu lambhrútar urðu.

1.     Nr. 434 frá Syðri – Úlfsstöðum með 39 stig fyrir BML og heildarstig 91. F: Kölski 10-920.

2.     Nr. 59 frá Kaldbak með 39 stig fyrir BML og heildarstig 90,5. F: Jökull 15-110.

3.     Nr. 337 frá Skarði með 39 stig fyrir BML og heildarstig 90,5. F: Börkur 13-952

Efstu veturgamlir hrútar.

1.     Bikar 16-084 frá Austvaðsholti með 19 læri og 88,5 stig. Faðir Burkni 13-941.

2.     Háseti 16-468 Meiri Tungu 3 með 19 læri og 88,5 stig F: Voði 13-943.

3.     Benjamín  frá Borg með 19 læri og 88,5 stig.

Estu gimbrar urðu.

1.     Nr. 17 frá Skíðbakka 3  með 9 fyrir framp. 19,5 læri og 39 bakv. F: Gustur frá Hólmum.

2.     Nr. 338 frá Skarði með 9,5 fyrir framp. 19,5 læri og 38 bakv. F: Börkur 13-952.

3.     Nr. 119 frá Kaldbak með 9 fyrir framp. 19,5 læri og 38 bakv. F: Jökull 15-110.

Á sýningunni er litakeppni þar sem gestir velja litfegursta lambið að þessu sinni var það svartkrúnótt gimbur frá Hafrúnu Ísleifsdóttur Kálfholti og fékk hún málaða mynd sem Gunnhildur Jónsdóttir frá Berjanesi gaf.

Verðlaun voru veitt fyrir 5 vetra ær sem standa efstar í kynbótamati í sýslunni. Efsta ærin var Hæ-Fóstra 12-169 frá Kaldbak með 116,5 stig.

Þá var verðlaunað ræktunarbú Rangárvallasýslu. Það er í höndum sauðfjárræktarráðunauta hverju sinni að velja það eftir ákveðnum reglum sem þeir hafa sett sér. Ræktunarbúið 2016 var Félagsbúið Teigi Fljótshlíð.

Sigurður Óli Sveinbjörnsson Krossi Fékk Bláberjakryddað læri fyrir þyngsta dilk lagðan inn hjá SS fram að þessu. 28.9 kg sem flokkaðist í DU4.

Efnt var til happdrættis til að standa undir kostnaði við sýninguna. Gefnir voru út 200 miðar og seldust þeir allir. Allir vinningar voru gefnir og meðal vinninga voru gimbrar frá Teigi og Skarði 3. rétta máltíðir á 3 stöðum í sýslunni bækur og fleira.

Bókakaffi Bjarna Harðar var með sölubás. Þá voru þær Björk Rúnarsdóttir og Hulda Brynjólfsdóttir með ullarvinnslu og sölu á garni.

Styrktaraðilar sýningarinnar voru sveitarfélögin í sýslunni. Aurasel sem lánaði grindur SS og þeir sem gáfu happdrættisvinninga.

Fjölmargir gestir komu á sýninguna sem heppnaðist vel í alla staði.

  • Sigríkur Jónsson Syðri-Úlfsstöðum með verðlaun fyrir hæsta lambhrút sýningarinnar
  • Viðar og Sigríður á Kaldbak ásamt barnabörnum sínum Viðari Frey, Úlfi og Helgu Björk taka við verðlaunum fyrir hæstu 5v. ána í kynbótamati 2017 í sýslunni
  • Erlendur Árnason á Skíðbakka með verðlaun fyrir efstu lambgimbur sýningarinnar
  • Jón Benediksson Austvaðsholti með efsta veturgamla hrút sýningarinnar