Dagur sauðkindarinnar

Miðvikudagur, 10. október 2018

verður haldinn í Rangárhöllinni á Rangárbökkum við Hellu 20.október kl. 14-17.

Athugið breytta staðsetningu og breytta dagsetningu

 

Fjáreigendur milli Þjórsár og Markarfljóts geta komið með allt að 10 kindur á sýninguna og er fjölbreytni í litum æskileg.

Efstu veturgamlir hrútar úr heimasýningum verða boðaðir , þeim raðað og verðlaunaðir.

Efstu lambhrútar úr heimasýningum verða boðaðir og dæmdir upp á nýtt og verðlaunaðir.  Koma má með 1-3 ódæmda hrúta.  Athugið að kollóttum og hyrndum hrútum og gimbrum verður raðað í sitt hvoru lagi.

Keppni um fallegustu gimbrina.  Eigendur geta skráð 1-3 gimbrar (lágmark 34mm í bakvöðva og 18,5 í læri). Koma má með 1-3 ódæmdar  gimbrar til dóms.

Verðlaun veitt fyrir ræktunarbú ársins 2017 og efstu 5 vetra á sýslunnar.  Þykkasta kótelettan (þykkasti bakvöðvinn) á sýningunni verður verðlaunuð.

Kjötsúpa í boði SS og vinsæla happdrættið okkar verður haldið með fjölda góðra vinninga.  Nú verður boðið uppá þá nýjung að handverksfólk getur fengið frítt markaðsborð til að kynna og selja verk sín og vörur.

Gestir kjósa litfegursta lambið.

Harpa Rún verður á staðnum með vinsælu bókasöluna frá Bókaútgáfunni Sæmundi.

 

Upplýsingar og skráning hjá Lovísu í síma 868-2539.