Skyndihjálparnámskeið fyrir íbúa Ásahrepps

Mánudagur, 30. apríl 2018

Þann 7. maí býður Kvenfélagið Framtíðin Áshreppingum upp á ókeypis námskeið í skyndihjálp. Námskeiðið verður haldið á Laugalandi kl. 18-22. Kennari er Viðar Arason bráðatæknir hjá HSu. 

Skráning er hjá Ingibjörgu í síma 868 1256 (eftir kl. 17) eða á netfangið ingibjorgsveinsd@gmail.com.

Fleiri námskeið verða haldin ef áhugi er fyrir hendi og er gott að fá að vita hverjir hafa áhuga á að koma á þau.

 

Nánar um námskeiðið.

Lengd: ​4 klukkustundir með hléum (fjöldi kennslustunda 5).

Markmið: ​ Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. 

Viðfangsefni: ​ Kynning; hvað er skyndihjálp?

Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.

Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.

Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð, endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.

Skyndihjálp; stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar, bruni, höfuðhögg, brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi og heilablóðfall.