Hreppsnefnd

Númer fundar: 

48

Dagssetning fundar: 

Miðvikudagur, 16. ágúst 2017

Tími fundar: 

Fundargerð: 

                                                                                                                                                    

48. fundur hreppsnefndar Ásahrepps var haldinn á skrifstofu Ásahrepps miðvikudaginn 16. ágúst og hófst hann kl. 09:00.

 

Fundinn sátu:

Brynja Jóna Jónasdóttir, Karl Ölvisson, Nanna Jónsdóttir, Egill Sigurðsson og Elín Grétarsdóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Nanna Jónsdóttir.

 

Dagskrá

1.      Sveitarfélagamörk

              2.      Minnispunktar um ágreining milli Ásahrepps og Rangárþings ytra um stofnkostnað v. Dvalarheimilisins Lundar á Hellu

3.      Fundargerðir

4.      Erindi til hreppsnefndar

5.      Næsti fundur hreppsnefndar

 

Oddviti setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og leitaði afbrigða að bæta við undir liðnum b)

Fundur fjallskiladeildar Holtamannaafréttar haldinn 14. ágúst sl., lið c) 138. fundur skipulagsnefndar Uppsveita haldinn 15. ágúst sl. við lið 3. Fundargerðir og lið 6. Utanumhald, viðhald fasteigna og önnur samstarfsverkefni.

Samþykkt.

 

Gengið til dagskrár:

1.Sveitarfélagamörk

Lagður fram listi með stöðum þar sem missamræmi er á milli kortagrunns Landmælinga og aðalskipulags Ásahrepps.

Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Sveitarfélagamörk minnisblað .pdf

2.Minnispunktar um ágreining milli Ásahrepps og Rangárþings ytra um stofnkostnað v. Dvalarheimilisins Lundar á Hellu

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Minnispunktar um ágreining milli Ásahrepps og Rang.pdf

3.Fundargerðir

a)30. fundur stjórnar Lundar, haldinn 25. júlí sl. liður 3 þarfnast umfjöllunar

Liður 3. Fjárhagur yfirdráttur

Bókun stjórnar: Stjórn Lundar óskar eftir samþykki sveitastjórna eftir ábyrgð

sveitarfélagana á áframhaldandi yfirdrætti vegna viðbyggingar uppá 50 milljónir þar

 til uppgjör hefur farið fram. Lundur hefur lánað yfir til að brúa yfirdráttinn 42 millj.

Samþykkt.

Hreppsnefnd frestar afgreiðslu og leggur til að oddvitar og sveitarstjórar sveitarfélaganna fari yfir málið hið fyrsta í framhaldi af áliti Lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga og gangi frá endanlegu uppgjöri á viðbyggingunni til að lágmarka upphæð á yfirdrætti.

b)Fundur fjallskiladeildar Holtamannaafréttar, haldinn 14. ágúst sl. liður 1, 3 og 4 þarfnast umfjöllunar

Liður 1. Réttir

Ísleifur lagði fram tillögu að réttardegi.

Samþykkt að réttað verði 10. september.

Hreppsnefnd staðfestir bókun fjallskiladeildar.

Liður 3. Laun og þóknanir vegna fjallferða

Umsjón 25.200 kr. á leit.

Ráðskona 18.000 kr. á dag.

Fjallmaður 10.300 kr. á dag.

Fjórhjól 15.000 kr. á dag.

Hestur 900 kr. á dag.

Fæði 7.000 kr. á dag.

Bíll 110 kr. á km.

Tryggingar fjórhjóla eru á ábyrgð eigenda.

Samþykkt.

Hreppsnefnd samþykkir tillögu fjallskiladeildar.

Liður 4. Erindi

Beiðni frá Ragnari Ragnarssyni um niðurfellingu á öðru fjallskilagjaldinu á Lindarbæ 2-1.

Fjallskiladeild samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.

Hreppsnefnd samþykkir beiðnina og vísar erindinu til héraðsnefndar Rangárvallasýslu til afgreiðslu.

c)138. fundur skipulagsnefndar Uppsveita bs., haldinn 15. ágúst sl. liður 26 þarfnast umfjöllunar.

Liður 26. 1610014 - Sumarliðabær 2 165307 og Sumarliðabær 2 lóð lnr 217623: Aukið byggingarmagn og breytt nýting lóða: Deiliskipulag

Lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi fyrir Sumarliðabæ 2. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 15. desember 2016 með athugasemdafrest til 27. janúar 2017. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Tillagan er lögð fram með breytingum til að koma til móts við athugasemdir í umsögnum. Er búið að fella út byggingarreit F3 (íbúðarhús) auk þess sem reitur F6 (ibúðarhús) færist um 10 m til suðurs. Þá færist sprettbraut aðeins fjær vegi (15,5 m frá miðlínu).

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana með breytingum sem tilgreindar eru í gögnum.

Hreppsnefnd samþykkir breytingarnar.

 

4.Erindi til hreppsnefndar

a)Beiðni frá Reyni Erni Pálmasyni í Króki um styrk vegna þátttöku hans í landsliðinu í hestaíþróttum sem keppti fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu í Hollandi í byrjun ágúst.

Samþykkt að veita 50.000 kr. styrk. Bókast á lið 02-80 ýmsir styrkir.

b)     Umsókn um rekstrarleyfi í Lækjarholti fastanúmer 228-5683 fyrir gistingu í flokki II frá Hallfríði Ólafsdóttur.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt en óskar eftir afriti af leyfinu þegar það liggur fyrir.

c)Erindi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra um sameiginlegt Ungmennaráð

Lagt fram til kynningar.

d)Erindi frá Lögreglunni á Suðurlandi um að haldnar verði sérstakar almannavarnavikur i sveitarfélögum á Suðurlandi. Unnið verði að verkefnum tengdum almannavörnum og lykilstarfsmenn sveitarfélaganna taki þátt í því. Fræðsla um þau mál sem snúa að hverju svæði verði í boði og t.d. geti kennarar eða fulltrúar skólanna fengið fræðslu sem síðan væri hægt að nýta til að miðla til barna og unglinga. Fundað yrði með viðbragðsaðilum og í lok vikunnar yrði íbúafundur þar sem almannavarnamál væru kynnt og sérfræðingur á tilteknu sviði væri fengin til að kynna það sem áhugavert væri.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða áætlun.

 

5.Næsti fundur hreppsnefndar

Næsti fundur hreppsnefndar verður miðvikudaginn 13. september nk. kl. 09:00 á skrifstofu Ásahrepps.

 

6.Utanumhald, viðhald fasteigna og önnur samstarfsverkefni.

Sigurjón Bjarnason skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Skólastjóri fór yfir framkvæmd á gjaldfrjálsum námsgögnum fyrir grunnskólabörn á Laugalandi eins og samþykkt var í fjárhagsáætlunargerð hjá Odda bs. fyrir komandi skólaár.

Umræður um utanumhald og viðhald fasteigna sem eru í sameign. Velt upp þeirri hugmynd hvort möguleg einföldun og hagræðing gæti hlotist af því að skipta upp þeim eignum sem eru í eigu Húsakynna bs. og viðhald sameiginlegra eigna yrði hjá sveitarfélögunum.

Oddvita og sveitarstjóra falið að kanna málið í samráði við stjórn Húsakynna, oddvita og sveitarstjóra Rangárþings ytra.

 

Til kynningar:

A.      Fundargerð samstarfsnefndar SNS og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga.

B.      180. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

C.      Málþing um menntun án aðgreiningar á Íslandi.

D.      Markmið og viðmið fyrir starf frístundaheimila.

E.       Sameiginlegur dagur - Oddi bs.

F.       Næsti fundur stjórnar SASS föstudaginn 25. ágúst nk. kl. 12:00 á Laugalandi.

G.      Drög að reglugerðum um fjármál sveitarfélaga til umsagnar.

H.      Greiðslur og uppbætur | Kjara- og starfsmannamál | Verkefnin | Samband íslenskra sveitarfélaga.

I.        Fiskeldi og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga.

J.       Málþing 5. september nk. um íbúasamráð og þátttöku íbúa.

K.      Útboð nr 20444 Rafrænt útboðskerfi.

L.       Sveitarsjónarráðstefna LEX á Hótel Selfossi.

M.     Fundur 28. ágúst á Hvolsvelli um þjóðgarð á miðhálendi.

N.      Fréttabréf Markaðsstofu Suðurlands júlí 2017.

O.      Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum - Kallað eftir hugmyndum almennings.

P.      Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðland að Fjallabaki.

Q.      Eftirlit í Íþróttamiðstöðina Laugalandi, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

R.      Þjóskrá, tilkynning um fasteignamat 2018.

S.       Fjölheimar, nám í heimabyggð.

 

Fundargerð yfirlesin, samþykkt.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30

 

 

 ______________________________

Elín Grétarsdóttir (sign)

 

______________________________

Brynja Jóna Jónasdóttir (sign)

 

______________________________

Egill Sigurðsson (sign)

 

______________________________

Karl Ölvisson (sign)

 

______________________________

 Nanna Jónsdóttir (sign)