Allar fréttir

Mánudagur, 10. maí 2021

Fermingarmessa verður á uppstigningardag fimmtudaginn 13. maí nk. kl. 11.00.

Fermd verður Ellen Elsí Benediktsdóttir, Lækjarási.

sr. Halldóra

Mánudagur, 10. maí 2021

Sorphirða á gulu svæði verður á fimmtudag 13. maí ekki á föstudag 14. maí eins og fram kemur í útgefnu sorphirðudagatali.

Miðvikudagur, 28. apríl 2021

Yngvi Karl Jónsson er 58 ára og er starfandi náms- og starfsráðgjafi hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Hann er fæddur og uppalinn fyrstu árin á Torfastöðum í Fljótshlíð en bjó síðar á Hvolsvelli og í Hveragerði auk þess sem hann dvaldi við nám og störf í Bandaríkjunum um árabil. Yngvi Karl býr nú á Hellu með fjölskyldu sinni. Yngvi Karl er með BA í sálfræði og MA í ráðgjöf frá UNC-háskólanum í Charlotte í Norður-Karólínu auk meistaragráðu í kennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri.

Yngvi Karl Jónsson
Miðvikudagur, 21. apríl 2021

Skrifstofa Ásahrepps er lokuð almenningi frá og með 21. apríl 2021, skv. ákvörðun hreppsnefndar á 41. fundi sínum.

Erindi til skrifstofu Ásahrepps skal senda með tölvupósti eða með almennri póstsendingu. Einnig er hægt að hafa samband símleiðis, sjá símanúmer hér fyrir neðan.

Símanúmer og tölvupóstföng:

Mánudagur, 19. apríl 2021

Íþrótta og tómstundastyrkur

Foreldrar eru hvattir til að athuga rétt sinn inn á island.is ef niðurstaða reynist jákvæð senda þá inn umsókn ásamt fylgigögnum til Félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Við minnum á að umsóknarfrestur er til 31.júlí 2021.  Miða skal við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021. Með framlengdum umsóknarfresti er hægt að sækja um fyrir sumarið 2021.

Til að sækja um styrkinn þarf að hafa samband við Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu:

Mánudagur, 19. apríl 2021

Auglýst er eftir verkefnastjóra Stafræns Suðurlands, en hægt er að sjá auglýsinguna með því að smella á slóðina hér fyrir neðan:

Auglýst eftir verkefnisstjóra Stafræns Suðurlands | Sveitarfélagið Suðurland (svsudurland.is)

Föstudagur, 16. apríl 2021

41. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl n.k. og hefst hann klukkan 8:30.   Fundurinn verður haldinn í fjarfundakerfi Zoom.

Hægt er að sjá dagskrá fundarin með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Miðvikudagur, 14. apríl 2021

Alls bárust sex umsóknir um stöðu skólastjóra Laugalandsskóla. Þau er:

Andrea Gunnarsdóttir
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir
Jónas Bergmann
Ólafía María Gunnarsdóttir
Yngvi Karl Jónsson

Einn umsækjandi óskaði nafnleyndar.

Umsækjendur hafa verið boðaðir í viðtöl í næstu viku og reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í lok apríl.

 

Miðvikudagur, 7. apríl 2021

40. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn föstudaginn 9. apríl n.k. og hefst hann klukkan 13:00.  Þetta er aukafundur vegna framlagningar ársreiknings Ásahrepps 2020 og fer fundurinn fram í fjarfundakerfi Zoom.

Hægt er að sjá dagskrá fundarin með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Dagskrá 40. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Miðvikudagur, 31. March 2021

Oddvitar sveitarstjórnanna fimm hafa átt fjarfundi með þingflokkum á Alþingi. Á fundunum hafa þau kynnt verkefnið Sveitarfélagið Suðurland og svarað spurningum þingmanna, en meginmarkmiðið var að kynna áherslur sveitarstjórnanna. 

Pages