Allar fréttir

Fimmtudagur, 11. júlí 2024

Meðfylgjandi er skipulagsauglýsing UTU sem birtist 11. júlí 2024 í Dagskránni og Lögbirtingablaðinu. Auk þess birtist hún á heimasíðu UTU https://www.utu.is/

Mánudagur, 1. júlí 2024

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí 2024 og til og með 9. ágúst 2024.

Ef nauðsynlegt er að ná sambandi við sveitarstjóra á þessu tímabili er hægt að senda tölvupóst á póstfangið: valtyr@asahreppur.is en einnig er hægt að hringja í farsíma 897-0890.

Miðvikudagur, 26. júní 2024

Aðalsafnaðarfundur Kálfholtssóknar verður haldinn í kirkjunni þriðjudagskvöldið 2. júlí, kl. 20.00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Sóknarnefnd

 

Miðvikudagur, 26. júní 2024

Samkvæmt gæðastýringarsamningi og samráði við Landgræðsluna eru upprekstur á Holtamannaafrétt heimill frá 30. júní 2024.

Þriðjudagur, 18. júní 2024

Það er sumar í sveitum og þá er nú aldeilis við hæfi að messa!

Það verður sumarkvöldguðsþjónusta í Kálfholtskirkju næsta sunnudag  23. júní, kl. 20.00.

Sálmarnir sem við syngjum eru miðaðir við þennan dásamlega tíma og undirleikurinn í höndum Eyrúnar.  Kvöldhressing  eftir athöfn.

Mánudagur, 10. júní 2024

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð mánudaginn 10. júní og miðvikudaginn 19. júní n.k.

Hægt er að senda tölvupóst á póstfangið valtyr@asahreppur.is og farsími sveitarstjóra er 897-0890.

Sveitarstjóri.

Mánudagur, 3. júní 2024

Samráðsfundurinn verður haldinn í Safnaðarheimilinu á Hellu þann 11. júní 2024 kl. 16:30 - 18:30

Dagskrá

Fimmtudagur, 30. maí 2024

Íbúafundur vegna hugmynda um sameiningu sveitarfélaga
Þann 22. apríl s.l. var haldinn íbúafundur í Ásahreppi þar sem til umræðu voru hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.  KPMG var fenginn til að undirbúa og stýra fundinum.  Kynnt var ferli sameininga sveitarfélaga samkvæmt lögum ásamt því að ýmsara rekstrarlegar upplýsingar frá sveitarfélögunum þremur kynntar og bornar saman. 

Á fundinn mættu um 30 manns en einnig voruy 11 aðilar á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Mánudagur, 27. maí 2024

Hreppsnefnd Ásahrepps hefur ákveðið að framkvæma skoðanakönnun um afstöðu íbúa Ásahrepps til hugmynda um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.  Skoðanakönnunin verður framkvæmd samhliða forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.  Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar verður nýtt til leiðbeininga fyrir hreppsnefnd við ákvarðanatöku hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.

Upplýsingum var dreift á hvert heimili um síðustu helgi ásamt auglýsingu um kjörfund og kjörstað vegna forsetakosninga 1. júní 2024.

Mánudagur, 27. maí 2024

Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu óskar eftir að ráða kennsluráðgjafa í 100% starf á grunnskólastigi. Starfsfólk félags- og skólaþjónustu starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, snemmtæka íhlutun og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Í sveitarfélögunum eru fimm grunnskólar. Íbúar eru tæplega sex þúsund. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Pages