Allar fréttir

Fimmtudagur, 29. ágúst 2024

Meðfylgjandi er skipulagsauglýsing UTU sem birtist 29. ágúst 2024 í Dagskránni og Lögbirtingablaðinu. Auk þess birtist hún á heimasíðu UTU https://www.utu.is/

Þetta eru mál í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi og auglýsingin þarf að birtast á viðeigandi heimasíðum.

Mánudagur, 26. ágúst 2024

Snjallmælavæðing að hefjast

Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps undirbýr nú snjallmælavæðingu og verða fyrstu skref hennar tekin á næstunni.

Miðvikudagur, 21. ágúst 2024

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings sem sveitarfélögum er skylt að greiða samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 76/2016. Sérstakur húsnæðisstuðningur kemur þá í stað sérstakra húsaleigubóta. Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir samþykki umsóknar og fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings má sjá í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning inn á heimasíðu Félagsþjónustunnar, www.felagsmal.is.

Mánudagur, 19. ágúst 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.

Miðvikudagur, 14. ágúst 2024

Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um forsíðumynd Goðasteins í ár.  Myndefnið er alveg frjálst en æskilegt er að myndin sé úr héraði.  Myndin má vera í landscape og ná þá yfir forsíðu og baksíðu en einnig kemur til greina að velja tvær samhverfar myndir.  Myndirnar má senda á godasteinnrit@gmail.com fyrir 1. september næstkomandi.

 

Fimmtudagur, 11. júlí 2024

Meðfylgjandi er skipulagsauglýsing UTU sem birtist 11. júlí 2024 í Dagskránni og Lögbirtingablaðinu. Auk þess birtist hún á heimasíðu UTU https://www.utu.is/

Mánudagur, 1. júlí 2024

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí 2024 og til og með 9. ágúst 2024.

Ef nauðsynlegt er að ná sambandi við sveitarstjóra á þessu tímabili er hægt að senda tölvupóst á póstfangið: valtyr@asahreppur.is en einnig er hægt að hringja í farsíma 897-0890.

Miðvikudagur, 26. júní 2024

Aðalsafnaðarfundur Kálfholtssóknar verður haldinn í kirkjunni þriðjudagskvöldið 2. júlí, kl. 20.00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Sóknarnefnd

 

Miðvikudagur, 26. júní 2024

Samkvæmt gæðastýringarsamningi og samráði við Landgræðsluna eru upprekstur á Holtamannaafrétt heimill frá 30. júní 2024.

Þriðjudagur, 18. júní 2024

Það er sumar í sveitum og þá er nú aldeilis við hæfi að messa!

Það verður sumarkvöldguðsþjónusta í Kálfholtskirkju næsta sunnudag  23. júní, kl. 20.00.

Sálmarnir sem við syngjum eru miðaðir við þennan dásamlega tíma og undirleikurinn í höndum Eyrúnar.  Kvöldhressing  eftir athöfn.

Pages