Allar fréttir

sunnudagur, 29. maí 2022

1. fundur nýkjörinnar hreppsnefndar Ásahepps, kjörtímabilið 2022-2026, verður haldinn föstudaginn 3. júní 2022.  Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi og hefst klukkan 9:00.

Til að sjá dagskrá fundarins þá þarf að smella á krækjuna:  Dagskrá 1. fundar

Miðvikudagur, 18. maí 2022

Kjörfundur var haldinn að Ásgarði þann 14. maí 2022. Kjörfundur hófst klukkan 10:00 og var lokið klukkan 18:00.  Talning atkvæða hófst klukkan 19:00 og lauk klukkan 21:00.  Á kjörskrá vouru 179 einstaklingar.  Alls greiddu 130 atkvæði og var kjörsókn því 72,6%.

Niðurstöður kosninga til sveitarstjórnar í Ásahreppi voru eftirfarandi:

Ísleifur Jónasson, Kálfholti, (76)
Helga B. Helgadóttir, Syðri-Hömrum, (62)
Nanna Jónsdóttir, Miðhól, (61)
Þráinn Ingólfsson, Tyrfingsstöðum (56)
Kristín Hreinsdóttir, Seli (40)

Föstudagur, 13. maí 2022

55. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skirfstofu sveitarfélagsins að Laugalandi, miðvikudaginn 18. maí 2022.  Fundur hefst klukkan 8:30.

Dagskrá 55. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Þriðjudagur, 10. maí 2022

Frá miðjum maí og fram í júní mun Sorpstöðin bjóða uppá að hirða járn og timbur heima á bæjum
skv. pöntunum líkt og gert var í fyrra.

Föstudagur, 29. apríl 2022

Samráðsfundur Ásahrepps og Rangárþings ytra

verður haldinn í Menningarhúsinu á Hellu - 3. Maí 2022 kl. 16:00-17:30

Dagskrá

  1. Ársyfirlit 2019-2021
  2. Oddi bs
  3. Húsakynni bs
  4. Vatnsveita bs
  5. Lundur hjúkrunarheimili
  6. Þjónustusamningar/Fjármál/Ársreikningar
  7. Almennar umræður.

 

Miðvikudagur, 27. apríl 2022

Til þess að sjá auglýsinguna þarf að smella á krækjuna: https://www.utu.is/skipulagsauglysingar/ eða beint á auglýsinguna sjálfa:

https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-27-april-2022/

Hvert mál hefur með sér link á skipulagsgögn (þ.e. lýsingu, uppdrátt, greinargerð o.s.frv.).

 

Miðvikudagur, 20. apríl 2022

Framlagning kjörskrár og kjörstaður í Ásahreppi.

Kjörfundur vegna sveitarstjórnakosninga verður haldinn í félagsheimilinu Ásgarði, Ási, fyrir alla íbúa Ásahrepps.  Kjörfundur hefst laugardaginn 14. maí n.k. klukkan 10:00 og lýkur kl. 18:00.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki með mynd.

Kjörskrá fyrir Ásahrepp liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi frá 23. apríl til kjördags á opnunartíma sem er á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 12:00 til 16:00.

Fimmtudagur, 14. apríl 2022

54. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 20. apríl 2022 á skrifstofu hreppsins að Laugalandi.  Fundur hefst klukkan 8:30.

Dagskrá 54. fundar

Miðvikudagur, 13. apríl 2022

Í janúar og febrúar á þessu ári var Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fengin til að gera könnun meðal kosningabærra íbúa Ásahrepps.  Markmið könnunarinnar var að skoða hug fóks í Ásahreppi til sameiningar sveitarfélaga á Suðurlandi.

Skýrsla með niðurstöðum könnunarinnar var skilað um miðjan febrúar s.l. og kynnt í hreppsnefnd Ásahrepps 16. mars s.l.  Eftirfarandi bókun var gerð af hreppsnefnd:

Mánudagur, 11. apríl 2022

Þar sem engir framboðslistar bárust fyrir lok framboðsfrests vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 14. maí næstkomandi fara fram óbundnar kosningar í Ásahreppi. 

Eftirtaldir aðilar skorast undan því að taka kjöri í samræmi við 49. gr. Kosningalaga nr. 112/2021:

Ásta Berghildur Ólafsdóttir, Hestási

Brynja Jóna Jónasdóttir, Kálfholti 1 K1

Egill Sigurðsson, Berustöðum

Pages