Allar fréttir

Föstudagur, 15. desember 2023

21. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi miðvikudaginn 20. desember 2023.  Fundur hefst klukkan 8:30.

Dagskrá fundarins

Fimmtudagur, 14. desember 2023

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður laugardaginn 16. desember n.k frá kl. 12-15  í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.

Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré.  Eingöngu er um að ræða stafafuru.  Við verðum að auki með á plani tilhöggið greni og furu.  Óski fólk efir að koma og velja sér sjálft greni er hægt að hafa samband og finnum út úr því.  Sem fyrr er hægt að panta tré og er afhending eftir samkomulagi.

Nú verðum við einnig með “tröpputré“ til sölu.

Laugardagur, 2. desember 2023

Hreppsnefnd Ásahrepps mun halda aukafund, sem verður 20. fundur hreppsnefndar á kjörtímabilinu.  Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi miðvikudaginn 6. desember 2023.  Fundur hefst klukkan 16:00.  Eitt mál er á dagskrá fundarins, önnur umræða um fjárhagsáætlun Ásahrepps fyrir árin 2024-2027.

Dagskrá fundar

Miðvikudagur, 29. nóvember 2023

Ágætu íbúar Ásahrepps og aðrir hagsmunaaðilar.

Hreppsnefnd Ásahrepps boðar til íbúafundar, sem haldinn verður að Laugalandi (matsal) fimmtudaginn 30. nóvember 2023 og hefst fundurinn klukkan 18:00.

Dagskrá fundarins:

Miðvikudagur, 29. nóvember 2023

Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu óskar eftir að ráða kennsluráðgjafa í 100% starf á grunnskólastigi. Starfsfólk félags- og skólaþjónustu starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, snemmtæka íhlutun og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Í sveitarfélögunum eru fimm grunnskólar. Íbúar eru tæplega sex þúsund. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.

Miðvikudagur, 29. nóvember 2023

Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu auglýsir eftir Náms- og starfsráðgjafa í fullt starf. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir góðri þekkingu á skólamálum. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað og sem leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn og stjórnendur skólana. Í sveitarfélögunum eru fimm grunnskólar. Íbúar eru tæplega sex þúsund. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.

Mánudagur, 27. nóvember 2023

Tillaga að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendi til ársins 2042, ásamt umhverfisskýrslu, hefur verið birt til kynningar og athugasemda í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is).  Slóð inn á gáttina er: https://www.skipulagsgatt.is/issues/862

Öllum er frjálst að senda inn umsagnir og þeim skal skila rafrænt í skipulagsgáttina til og með 14. janúar 2024.

Mánudagur, 27. nóvember 2023

Bergrisinn bs. auglýsir eftir skrifstofustjóra í fullt starf. Skrifstofustjóri er ný staða hjá Bergrisanum og er tilkomin vegna aukinna umsvifa undanfarin ár ásamt auknum kröfum um uppbyggingu í málaflokki fatlaðs fólks. Með ráðningu skrifstofustjóra er verið að styrkja miðlæga stjórn Bergrisans ásamt því að stuðla að þverfaglegu samstarfi við stefnumótun og uppbyggingu þjónustuúrræða. Leitað er að reynslumiklum einstaklingi sem hefur góða hæfni í að vinna sjálfstætt og metnað til að móta nýja stöðu skrifstofustjóra. Starfið er án staðsetningar.

Mánudagur, 27. nóvember 2023

Aðventuguðsþjónusta verður 1. sd. í aðventu 3. des. kl. 17.00.

Kórinn syngur aðventu- og jólasálma og ljósin látin njóta sín. Fermingarbörnin taka virkan þátt í athöfninni. Jólahressing að athöfn lokinni.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Fimmtudagur, 23. nóvember 2023

Til að sjá auglýsinguna þarf að smella á krækjuna: https://www.utu.is/skipulagsauglysingar/ eða beint á auglýsinguna sjálfa: https://www.utu.is/auglysingar/skipulagsauglysing-sem-birtist-23-november-2023/

Hvert mál hefur með sér hlekk á skipulagsgögn (þ.e. lýsingu, uppdrátt, greinargerð o.s.frv.).

 

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Pages