Allar fréttir

Miðvikudagur, 2. júní 2021

Til að sjá auglýsingu þarf að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-2-juni-2021/

Á síðu utu.is mun auglýsing birtast með þeim hætti að hver auglýsing (hvert mál) hefur með sér krækju á ýmist lýsingu, kynningu, uppdrátt eða bæði uppdrátt og greinargerð.

Miðvikudagur, 26. maí 2021

Þann 21. maí 2021 eru liðin tíu ár frá því að gos hófst í Grímsvötnum. Mikið öskufall fylgdi gosinu. Ári áður var gos á Fimmvörðuhálsi og síðan gaus Eyjafjallajökull og stöðvaði alla umferð um Evrópu og víðar um heiminn. Gosið í Grímsvötnum stóð yfir í viku en það kom mikið magn ösku upp. Það er hryllileg tilhugsun að gosið hefði í tæpa fjörutíu daga eins og Eyjafjallajökull gerði árið áður. Askan olli íbúum Skaftárhrepps miklum áhyggjum, mikil vinna var að þrífa allt innan sem utan og askan hafði áhrif á allt samfélagið næstu daga og sumarið.

Miðvikudagur, 19. maí 2021

Skrifstofa Ásahrepps er lokuð almenningi frá og með 19. apríl 2021, skv. ákvörðun hreppsnefndar á 42. fundi sínum.

Erindi til skrifstofu Ásahrepps skal senda með tölvupósti eða með almennri póstsendingu. Einnig er hægt að hafa samband símleiðis, sjá símanúmer hér fyrir neðan.

Mánudagur, 10. maí 2021

Fermingarmessa verður á uppstigningardag fimmtudaginn 13. maí nk. kl. 11.00.

Fermd verður Ellen Elsí Benediktsdóttir, Lækjarási.

sr. Halldóra

Mánudagur, 10. maí 2021

Sorphirða á gulu svæði verður á fimmtudag 13. maí ekki á föstudag 14. maí eins og fram kemur í útgefnu sorphirðudagatali.

Miðvikudagur, 28. apríl 2021

Yngvi Karl Jónsson er 58 ára og er starfandi náms- og starfsráðgjafi hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Hann er fæddur og uppalinn fyrstu árin á Torfastöðum í Fljótshlíð en bjó síðar á Hvolsvelli og í Hveragerði auk þess sem hann dvaldi við nám og störf í Bandaríkjunum um árabil. Yngvi Karl býr nú á Hellu með fjölskyldu sinni. Yngvi Karl er með BA í sálfræði og MA í ráðgjöf frá UNC-háskólanum í Charlotte í Norður-Karólínu auk meistaragráðu í kennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri.

Yngvi Karl Jónsson
Miðvikudagur, 21. apríl 2021

Skrifstofa Ásahrepps er lokuð almenningi frá og með 21. apríl 2021, skv. ákvörðun hreppsnefndar á 41. fundi sínum.

Erindi til skrifstofu Ásahrepps skal senda með tölvupósti eða með almennri póstsendingu. Einnig er hægt að hafa samband símleiðis, sjá símanúmer hér fyrir neðan.

Símanúmer og tölvupóstföng:

Mánudagur, 19. apríl 2021

Íþrótta og tómstundastyrkur

Foreldrar eru hvattir til að athuga rétt sinn inn á island.is ef niðurstaða reynist jákvæð senda þá inn umsókn ásamt fylgigögnum til Félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Við minnum á að umsóknarfrestur er til 31.júlí 2021.  Miða skal við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021. Með framlengdum umsóknarfresti er hægt að sækja um fyrir sumarið 2021.

Til að sækja um styrkinn þarf að hafa samband við Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu:

Mánudagur, 19. apríl 2021

Auglýst er eftir verkefnastjóra Stafræns Suðurlands, en hægt er að sjá auglýsinguna með því að smella á slóðina hér fyrir neðan:

Auglýst eftir verkefnisstjóra Stafræns Suðurlands | Sveitarfélagið Suðurland (svsudurland.is)

Föstudagur, 16. apríl 2021

41. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl n.k. og hefst hann klukkan 8:30.   Fundurinn verður haldinn í fjarfundakerfi Zoom.

Hægt er að sjá dagskrá fundarin með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Pages