Allar fréttir

Mánudagur, 19. nóvember 2018

8. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi miðvikudaginn 21. nóvmeber 2018 klukkan 8:30.

Dagskrá 8. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Miðvikudagur, 24. október 2018

Smölun heimalanda hefur verið ákveðin laugardaginn 27. október 2018 samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu. 

Miðvikudagur, 24. október 2018

Dægurlagamessa“ verður sunnudaginn 28. okt. kl. 14.00. Í guðsþjónustunni mun kórinn syngja dægurlög með trúarlegum textum við undirleik Guðmundar Eiríkssonar kórstjóra.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Miðvikudagur, 10. október 2018

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á 7. fundi sínum þann 10. október 2018 að breyta tímasetningu á föstum fundartíma hreppsnefndar.  Samkvæmt þeirri ákvörðun verða fastir fundartímar hreppsnefndar þriðji (3) miðvikudagur í hverjum mánuði.  Næsti fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður því haldinn 21. nóvember 2018.

Miðvikudagur, 10. október 2018

verður haldinn í Rangárhöllinni á Rangárbökkum við Hellu 20.október kl. 14-17.

Athugið breytta staðsetningu og breytta dagsetningu

 

Fjáreigendur milli Þjórsár og Markarfljóts geta komið með allt að 10 kindur á sýninguna og er fjölbreytni í litum æskileg.

Efstu veturgamlir hrútar úr heimasýningum verða boðaðir , þeim raðað og verðlaunaðir.

Efstu lambhrútar úr heimasýningum verða boðaðir og dæmdir upp á nýtt og verðlaunaðir.  Koma má með 1-3 ódæmda hrúta.  Athugið að kollóttum og hyrndum hrútum og gimbrum verður raðað í sitt hvoru lagi.

Föstudagur, 5. október 2018

7. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi miðvikudaginn 10. október 2018 klukkan 8:30.

Dagskrá 7. fundar hreppsnefndar Ásahrepps.pdf

Þriðjudagur, 2. október 2018

verður haldinn í Rangárhöllinni á Rangárbökkum við Hellu 13.október kl. 14-17.

Athugið breytta staðsetningu.

Fjáreigendur milli Þjórsár og Markarfljóts geta komið með allt að 10 kindur á sýninguna og er fjölbreytni í litum æskileg.

Efstu veturgamlir hrútar úr heimasýningum verða boðaðir , þeim raðað og verðlaunaðir.

Efstu lambhrútar úr heimasýningum verða boðaðir og dæmdir upp á nýtt og verðlaunaðir.  Koma má með 1-3 ódæmda hrúta.  Athugið að kollóttum og hyrndum hrútum og gimbrum verður raðað í sitt hvoru lagi.

Mánudagur, 24. september 2018

Sveitarstjóri verður ekki á skrifstofu Ásahrepps miðvikudaginn 26. september n.k. vegna þátttöku á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri dagana 26. - 28.  september n.k.  Skrifstofan verður samt opin á venjulegum tíma frá klukkan 12:00 til 16:00 og verður Ragnheiður starfsmaður skrifstofunnar á staðnum.

Miðvikudagur, 19. september 2018

Fimmtudaginn 20. september n.k. verður haldið prjónakvöld í Uppspuna frá klukkan 19:30 til 21:30.  Stefnt er að því að halda slík prjónakvöld þriðja fimmtudag í hverjum mánuði.

Áhugasamir eru hvattir til að mæta.

 

Miðvikudagur, 19. september 2018

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Pages