Allar fréttir

Mánudagur, 2. desember 2019

Aðventuguðsþjónusta verður sunnudaginn 8. desember klukkan 20:00.

Nýtt rafmagnshljóðfæri verður tekið í notkun í athöfninni.
Kórinn sem fagnar 50 ára afmæli sínu í ár, syngur aðventu- og jólasálma, barnastund, hugleiðing og ljósin látin njóta sín.
Boðið verður upp á kaffiveitingar að athöfn lokinni.

Verið öll hjartanlega velkomin í kirkju.
Sóknarprestur

Fimmtudagur, 28. nóvember 2019

Smellið á krækjuna hér fyrir neðan til að sjá skipulagsauglýsinguna:

Auglýsing um skipulagsmál 27. nóvember 2019

Mánudagur, 18. nóvember 2019

Kæru íbúar á veitusvæði Rangárveitna,

Í dag og á morgun vinnum við að því að koma niður afkastameiri dælu í aðra borholuna í Kaldárholti. Notkun á heitu vatni hefur verið meiri en búist var við miðað við veðurspá og því höfum við þurft að grípa til þess ráðs að loka fyrir heita vatnið á ákveðnum svæðum. Við munum halda því áfram en færa lokanirnar milli svæða svo enginn verði án heits vatns til lengri tíma. 

Laugardagur, 16. nóvember 2019

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita auglýsir starf skrifstofustjóra laust til umsóknar.  Smellið á krækjuna hér fyrir neðan til að sjá auglýsinguna:

Auglýsing - skrifstofustjóri

Laugardagur, 16. nóvember 2019

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan til að sjá auglýsingu um súpufundi Markaðsstofu Suðurlands:

Auglýsing - súpufundir

Laugardagur, 16. nóvember 2019

20. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi, miðvikudaginn 20. nóvember 2019.

Fundurinn hefst kl. 8:30.

Hægt er að skoða dagskrá fundarins með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Dagskrá 20. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Miðvikudagur, 6. nóvember 2019

Samkvæmt samþykktum Samtaka orkusveitarfélaga skal halda aðalfund annað hvert ár og hitt árið skal halda orkufund.

Orkufundur 2019 verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13:00 - 15:30.

Orkufundur er ætlaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga um tiltekin málefni sem stjórnin ákveður.  Orkufundur er öllum opinn og tekur ekki ákvarðanir í málefnum Samtaka orkusveitarfélaga, en getur beint ályktunum til stjórnar samtakanna.

Mánudagur, 28. október 2019

Samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu þá er gert ráð fyrir því að  smölun heimalanda fari fram fyrir lok októbermánuðar ár hvert. Þar segir í 27. gr. "Við byggðasmölun er hver og einn skyldugur til að smala heimaland sitt og hlýðnast þeim fyrirskipunum sveitarstjórnar, sem miða að því að vel sé smalað og almenningur sé samtaka í smölun, bæði innbyrðis og sveita á milli. Sé fyrirmælum um smölun ekki hlýtt og sterkur grunur leikur á að í viðkomandi landi sé um óskil að ræða, getur sveitarstjórn fyrirskipað smölun á kostnað umráðamanns viðkomandi jarðar".

Miðvikudagur, 23. október 2019

Guðþjónusta verður sunnudaginn 27. október klukkan 14:00

Kirkjukórinn syngur sálma úr Söngvasveig undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur.

Stefán Orri Gíslason söngnemi mun syngja einsöng í athöfninni.

Verð hjartanlega velkomin.

Sóknarprestur

Pages