Allar fréttir

Föstudagur, 5. október 2018

7. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi miðvikudaginn 10. október 2018 klukkan 8:30.

Dagskrá 7. fundar hreppsnefndar Ásahrepps.pdf

Þriðjudagur, 2. október 2018

verður haldinn í Rangárhöllinni á Rangárbökkum við Hellu 13.október kl. 14-17.

Athugið breytta staðsetningu.

Fjáreigendur milli Þjórsár og Markarfljóts geta komið með allt að 10 kindur á sýninguna og er fjölbreytni í litum æskileg.

Efstu veturgamlir hrútar úr heimasýningum verða boðaðir , þeim raðað og verðlaunaðir.

Efstu lambhrútar úr heimasýningum verða boðaðir og dæmdir upp á nýtt og verðlaunaðir.  Koma má með 1-3 ódæmda hrúta.  Athugið að kollóttum og hyrndum hrútum og gimbrum verður raðað í sitt hvoru lagi.

Mánudagur, 24. september 2018

Sveitarstjóri verður ekki á skrifstofu Ásahrepps miðvikudaginn 26. september n.k. vegna þátttöku á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri dagana 26. - 28.  september n.k.  Skrifstofan verður samt opin á venjulegum tíma frá klukkan 12:00 til 16:00 og verður Ragnheiður starfsmaður skrifstofunnar á staðnum.

Miðvikudagur, 19. september 2018

Fimmtudaginn 20. september n.k. verður haldið prjónakvöld í Uppspuna frá klukkan 19:30 til 21:30.  Stefnt er að því að halda slík prjónakvöld þriðja fimmtudag í hverjum mánuði.

Áhugasamir eru hvattir til að mæta.

 

Miðvikudagur, 19. september 2018

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Þriðjudagur, 18. september 2018

UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURLANDS AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.

Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

  • Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi
  • Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi
  • Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

 

Föstudagur, 14. september 2018

Hreppsnefnd Ásahrepps hvetur alla íbúa Ásahrepps til þess að taka þátt í árverknisátakinu “Plastlaus september”.  Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.

Þriðjudagur, 11. september 2018

6. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi þann 12. september 2018 klukkan 8:30.

Dagskrá 6. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

 

Föstudagur, 31. ágúst 2018

Opið er fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Veittir eru styrkir til markaðs- og þróunarverkefna annars vegar og ferðastyrkir hins vegar.

 

Mánudagur, 27. ágúst 2018

Áhugasömum aðilum hér með boðið að taka þátt í fyrsta áfanga í mótun umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland. Haldnir verða sjö opnir samráðsfundir á Suðurlandi. Viðfangsefni fundanna er að greina helstu tækifæri og álitamál á sviði umhverfis- og auðlindamála, auk þess verða kynnt áhugaverð fordæmi í þessum efnum. 

Pages