Allar fréttir

Mánudagur, 20. september 2021

Ágætu íbúar Ásahrepps.

Hreppsnefnd Ásahrepps boðar til íbúafundar, sem haldinn verður að Laugalandi (matsal) þriðjudaginn 21. sepember 2021 klukkan 16:00 – 18:00 þar sem tillaga um endurskoðað aðalskipulag Ásahrepps verður kynnt.

Markmið fundarins er að eiga samtal við íbúa Ásahrepps áður en tillagan verður sett í almenna kynningu.

Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér málið og taka þátt í umræðunni um framtíðarsýn í skipulagsmálum sveitarfélagsins.

Hægt er að nálgast skipulagsgögnin á slóðinni:

Föstudagur, 10. september 2021

46. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn í fjarfundarkerfi Zoom miðvikudaginn 15. september 2021.  Fundurinn hefst kl. 8:30.

Til að sjá dagskrá fundarins þarftu að smella á krækjuna: Dagskrá 46. fundar hreppsnefndar.

Miðvikudagur, 8. september 2021

Til að sjá auglýsinguna er hægt að fara á heimasíðu UYU með að smella á krækjna hér eftir:  https://www.utu.is/skipulagsauglysingar/

eða beint á auglýsinguna sjálfa: https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-8-september-2021/

Mánudagur, 6. september 2021

í þessari viku og þeirri næstu verða haldnir íbúafundir í öllum 5 sveitarfélögunum sem hafa verið í viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.

Smellið á krækjuna hér fyrir neðan til að kynna ykkur betur dagsetningar og tímasetningar fundanna.

https://www.svsudurland.is/is/hagnytar-upplysingar/frettir/ibuafundir-fara-fram-a-timabilinu-6-15-september

Mánudagur, 6. september 2021

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. hefur gefið út tvær nýjar gjaldskrár vegna þjónustu embættisins.  Í stað einnar gjaldskrár áður hefur henni nú verið skipt upp í tvennt, annars vegar vegna þjónustu byggingarfulltrúa og hins vegar vegna þjónustu skipulagsfulltrúa. Hvor gjaldskrá um sig er nokkru ítarlegri en gjaldskráin sem þær leysa af hólmi.

Mánudagur, 23. ágúst 2021

Verkefnið um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu hefur sett upp Facebook síðu þar sem allt efni sem tengist verkefninu Sveitarfélagið Suðurland mun birtast.

Slóðin á þessa síðu er: https://www.facebook.com/svsudurland  

Hægt er að smella á þessa krækju til að fara inn á síðuna.  Nú er um að gera að kynna sér málið sem best en kosið verður um sameiningartillöguna þann 25. september n.k. þegar kosningar til Alþingis eiga sér stað.

Miðvikudagur, 18. ágúst 2021

Hægt er að nálgast mikinn fróðleik og upplýsingar á heimasíðu verkefnisins https://www.svsudurland.is/ .

Sérstaklega er vakin athygli á frétt sem komin þar inn þar sem nálgast má skýrslu um forsendur tillögu um sameiningu.  Krækja beint á þessa auglýsingu hefur slóðina:   

https://www.svsudurland.is/is/hagnytar-upplysingar/frettir/forsendur-tillogu-um-sameiningu

Mánudagur, 16. ágúst 2021

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis . 

Mánudagur, 16. ágúst 2021

45. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn í Zoom fjarfundarkerfi miðvikudaginn 18. ágúst 2021.  Fundurinn hefst klukkan 8:30.

Hægt er að sjá dagskrá fundarins með að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Fimmtudagur, 15. júlí 2021

   

Pages