Allar fréttir

Mánudagur, 11. apríl 2022

Hátíðarguðsþjónusta verður  á 2. í páskum, 18. apríl, kl. 14.00.

Á sumardaginn fyrsta, 21. apríl er fermingarmessa og skírn, kl. 11.00.

Fermingarbörn eru:  

Esja Sigríður Nönnudóttir, Miðhól

Vikar Reyr Víðisson, Kastalabrekku

 

Sr. Halldóra

 

Miðvikudagur, 6. apríl 2022

Föstudaginn 1. apríl sl. var ný brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Brunavarna Rangárvallasýslu samþykkt og undirrituð af forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 

Á síðustu mánuðum hefur HMS unnið markvisst að því að styðja slökkviliðin í landinu við gerð brunavarnaáætlana og er gaman að segja frá því að nú er tæpur helmingur slökkviliða í landinu með gilda áætlun eða 15 af 32 slökkviliðum landsins.

Mánudagur, 4. apríl 2022

Skil á framboðum í Ásahreppi
vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022.

Kjörstjórn Ásahrepps vill vekja athygli íbúa Ásahrepps á lokafresti til að skila framboði vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 14. maí 2022.

Kjörstjórn Ásahrepps verður stödd í félagsheimilinu Ásgarði í Ási frá klukkan 11:00 til 12:00 föstudaginn 8. apríl til að taka á móti framboðum.  Síðasti möguleiki til að skila inn framboði er því klukkan 12:00 þann 8. apríl 2022, sbr. 36. gr. kosningalaga.

Þriðjudagur, 22. March 2022

Það verður kvöldguðsþjónusta í Kálfholtskirkju á sunnudagskvöldið 27. mars nk. kl. 20.00. Kórinn syngur við undirleik Eyrúnar organista og fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Aðalsafnaðarfundur verður síðan haldinn á eftir.

Sr. Halldóra og sóknarnefndin

 

Laugardagur, 12. March 2022

Miðvikudaginn 16. mars 2022 verður haldinn 52. fundur hreppsnefndar Ásahrepps.  Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður haldinn í fjarfundarkerfi Zoom.

Til að sjá dagskrá fundarins þarf að smella á krækjuna:  Dagskrá 52. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Miðvikudagur, 9. March 2022

Til þess að sjá auglýsinguna þarf að smella á krækjuna: https://www.utu.is/skipulagsauglysingar/ eða beint á auglýsinguna sjálfa:

https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-9-mars-2022/

Mánudagur, 7. March 2022

Atvinna

Þjónustufulltrúi seyruverkefnis

-afleysing-

Hrunamannahreppur f.h. sex sveitarfélaga í samstarfi um seyruverkefni í Uppsveitum og nágrenni leita að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa í afleysingum fyrir sveitarfélögin sem þjónustufulltrúi seyruverkefnis sveitarfélaganna.

Mánudagur, 7. March 2022

Nauthagi 2, Selfossi

Bygging íbúðakjarna

Alútboð

 

Bergrisinn bs, Austurvegi 2, Selfossi, kt, 570915-0290, fyrir hönd óstofnaðs hses félags, óskar eftir tillögum í hönnun og byggingu sex íbúða íbúðakjarna fyrir fatlað fólk við Nauthaga 2 á Selfossi.  Um er að ræða 6 íbúðir, starfsmannaaðstöðu og önnur stoðrými, samtals um 505 m2 brúttó.

Miðvikudagur, 2. March 2022

Því miður hefur dregist að fá varahluti í sorpbifreiðina. Hefur því ekki hafist söfnun á pappír og lífrænum úrgangi þessa vikuna. Vonir standa til að hægt verði að fara af stað síðar í dag eða á morgun. Verður því seinkun á losun hjá flestum íbúum þessa vikuna og fram í næstu, en fyrir lok næstu viku verður búið að losa hjá öllum. Afsökum þau óþægindi sem þessi töf veldur.

 

Þriðjudagur, 1. March 2022

Áhugahópur um stofnun Ferðafélags Rangæinga hefur ákveðið að blása til stofnfundar þriðjudaginn 1. mars 2022 kl 20:00 í Menningarhúsinu á Hellu (Safnaðarheimili). Ferðafélag Rangæinga verður áhugamannafélag með þann tilgang að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar í okkar fagra héraði.

Pages