Allar fréttir

Fimmtudagur, 5. desember 2019

Hafinn er undirbúningur að útgáfu markaskrár fyrir Rangárvallasýslu,  í samræmi við 66. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986 og reglugerð um búfjármörk o.fl. nr. 200/1998 með síðari breytingum. Nýrri markaskrá verður dreift sumarið 2020.

Fimmtudagur, 5. desember 2019

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður sunnudaginn 15. desember n.k frá kl. 13-16 í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.  Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré.  Eingöngu verður í boði að höggva stafafuru á staðnum.  Við verðum auk þess með takmarkað magn af greni.

Boðið er uppá að fólk geti pantað tré og verður afhending föstudaginn 20. desember á Hellu og Hvolsvelli milli kl. 17-18.  Allar upplýsingar eru í símum 8692042 og 8621957.

Mánudagur, 2. desember 2019

Hreppsnefnd Ásahrepps boðar til íbúafundar, sem haldinn verður að Laugalandi (matsal) þriðjudaginn 3. desember 2019 klukkan 20:00.

Ef smellt er á krækjuna hér fyrir neðan má sjá auglýsingu sem send var út sem dreifibréf til íbúa Ásahrepps:

Auglýsing

Mánudagur, 2. desember 2019

Aðventuguðsþjónusta verður sunnudaginn 8. desember klukkan 20:00.

Nýtt rafmagnshljóðfæri verður tekið í notkun í athöfninni.
Kórinn sem fagnar 50 ára afmæli sínu í ár, syngur aðventu- og jólasálma, barnastund, hugleiðing og ljósin látin njóta sín.
Boðið verður upp á kaffiveitingar að athöfn lokinni.

Verið öll hjartanlega velkomin í kirkju.
Sóknarprestur

Mánudagur, 2. desember 2019

21. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi, fimmtudaginn 5. desember 2019.

Fimmtudagur, 28. nóvember 2019

Smellið á krækjuna hér fyrir neðan til að sjá skipulagsauglýsinguna:

Auglýsing um skipulagsmál 27. nóvember 2019

Mánudagur, 18. nóvember 2019

Kæru íbúar á veitusvæði Rangárveitna,

Í dag og á morgun vinnum við að því að koma niður afkastameiri dælu í aðra borholuna í Kaldárholti. Notkun á heitu vatni hefur verið meiri en búist var við miðað við veðurspá og því höfum við þurft að grípa til þess ráðs að loka fyrir heita vatnið á ákveðnum svæðum. Við munum halda því áfram en færa lokanirnar milli svæða svo enginn verði án heits vatns til lengri tíma. 

Laugardagur, 16. nóvember 2019

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita auglýsir starf skrifstofustjóra laust til umsóknar.  Smellið á krækjuna hér fyrir neðan til að sjá auglýsinguna:

Auglýsing - skrifstofustjóri

Laugardagur, 16. nóvember 2019

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan til að sjá auglýsingu um súpufundi Markaðsstofu Suðurlands:

Auglýsing - súpufundir

Laugardagur, 16. nóvember 2019

20. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi, miðvikudaginn 20. nóvember 2019.

Fundurinn hefst kl. 8:30.

Hægt er að skoða dagskrá fundarins með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Dagskrá 20. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Pages