Allar fréttir

Miðvikudagur, 22. nóvember 2017

Veitur hafa nú hætt borun í landi Götu við Laugaland. Markmið borunarinnar var að afla heits vatns og auka þannig nýtanlegan forða fyrir Rangárveitur er þjóna Rangárþingum og Ásahreppi að hluta. Á þessu svæði eru m.a. þéttbýliskjarnarnir Hella og Hvolsvöllur. Upphaflega var gert ráð fyrir að borholan yrði 1800m djúp en ákveðið var að dýpka holuna í von um að hitta á góðar vatnsæðar. Var borað niður á 1855m dýpi en árangur hefur ekki verið í takt við væntingar og núverandi aðstæður bjóða ekki upp á frekari borun á svæðinu.

Þriðjudagur, 14. nóvember 2017
Þriðjudagur, 7. nóvember 2017

Eins og kunnugt er bora Veitur nú eftir heitu vatni í Laugalandi í Holtum. Markmiðið er að auka nýtanlegan forða Rangárveitna en notkun heits vatns hefur aukist til muna undanfarin ár í veitunni. Verkið hefur tafist nokkuð, ekki síst vegna nálægðar borstaðarins við aðrar heitavatnsholur veitunnar; gæta þarf sérstaklega að því að verja þær á meðan á borun stendur. Til að mynda hefur ekki verið hægt að nýta heitustu holuna í Laugalandi þar sem stöðva þurfti vinnslu af þessum sökum.

Mánudagur, 6. nóvember 2017

Dagskrá 51. fundar hreppsnefndar dagsettur 8. nóvember 2017 kl. 9:00

1.     Fundargerðir

2.     Erindi til hreppsnefndar

3.     Fjárhagsáætlun 2018-2021 undirbúningur

4.     Ungmennaráð Suðurlands

5.     Næsti fundur hreppsnefndar

 

 Laugalandi 6. nóvember 2017, oddviti Ásahrepps

Miðvikudagur, 1. nóvember 2017

Náms- og rannsóknarstyrkur

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2017.  Styrkurinn nemur 1.250.000 kr.

Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands.

Miðvikudagur, 1. nóvember 2017

Hið árlega opna hús verður á Lundi laugardaginn 11. nóvember kl. 14.-16.

Í ár föngum við 40 ára afmæli Lundar og í tilefni af því fáum við söngvarana úr söngleiknum Ellý til að taka nokkur lög m. a. úr söngleiknum.

Allir velunnarar hjartanlega velkomnir.

 

Hjúkrunarheimilið Lundur

Hellu

Miðvikudagur, 18. október 2017

Þar mega bændur frá Þjórsá að Markarfljóti koma með úrvalsgripi sína og eru þeir dæmdir og verðlaunaðir. Dæmt er í þremur flokkum lambhrútum veturgömlum hrútum og gimbrum. Í hverjum flokki  eru saman hvítir, mislitir, hyrndir og kollóttir. Dómarar voru Hermann Árnason, Reynir Stefánsson og Berglind Guðgeirsdóttir.

Efstu lambhrútar urðu.

1.     Nr. 434 frá Syðri – Úlfsstöðum með 39 stig fyrir BML og heildarstig 91. F: Kölski 10-920.

2.     Nr. 59 frá Kaldbak með 39 stig fyrir BML og heildarstig 90,5. F: Jökull 15-110.

Hafrún Ísleifsdóttir í Kálfholti átti litfegursta lambið
Miðvikudagur, 18. október 2017

 

Kjörfundur í Ásahreppi vegna alþingiskosninga verður haldinn í félagsheimilinu Ásgarði laugardaginn 28.október nk. hefst kl: 11:00 og lýkur kl: 19:00.

Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og framvísa ef óskað er.

                                                    

Kjörstjórn Ásahrepps

Mánudagur, 16. október 2017

Guðsþjónusta verður í Kálfholtskirkju 22. okt. kl.14.

 

Verið öll hjartanlega velkomin.

Sóknarprestur

Pages