Allar fréttir

Miðvikudagur, 27. janúar 2021

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf deildastjóra í barnavernd. Um er að ræða 80 % starfshlutfall til eins árs með möguleika á framlengingu. Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri. Félagsþjónusta Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu er byggðasamlag sem annast félagsþjónustu fyrir 5 sveitarfélög Ásahrepp, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Skrifstofur félagsþjónustunnar eru staðsettar á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b.  5.300 manns.

Miðvikudagur, 27. janúar 2021

Til að sjá auglýsingu þarf að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-27-januar-2021/

Miðvikudagur, 20. janúar 2021

Skrifstofa Ásahrepps er lokuð almenningi frá og með 20. janúar 2021, skv. ákvörðun hreppsnefndar á 37. fundi sínum.

Erindi til skrifstofu Ásahrepps skal senda með tölvupósti eða með almennri póstsendingu. Einnig er hægt að hafa samband símleiðis, sjá símanúmer hér fyrir neðan.

Mánudagur, 18. janúar 2021

Vegna viðhalds sorpbifreiðar verður losun plasts og lífræns úrgangs í Eyjafjöllum síðla dags á morgun þriðjudag í stað miðvikudags. Bæir vestan Rauðalækjar, við Fosshólahring, í hluta Ásahrepps, við Heiðarveg og Hagabraut (gult á sorphirðudagatali) verða losaðir á miðvikudag í stað fimmtudags.

 

Föstudagur, 15. janúar 2021

37. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn í fjarfundarkerfi Zoom miðvikudaginn 20. janúar 2021.  Fundurinn hefst kl. 8:30.

Með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan er hægt að sjá dagskrá fundarins.

Dagskrá 37. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Miðvikudagur, 23. desember 2020
Fimmtudagur, 17. desember 2020

 

Í Leikskólann Laugalandi vantar okkur:

Aðstoðarleikskólastjóra sem jafnframt gegnir starfi deildarstjóra.  Um er að ræða 100% stöðu frá 4. janúar n.k.   Aðstoðarleikskólastjóri  starfar við hlið leikskólastjóra og er staðgengill hans.  Starfar samkvæmt starfslýsingu og í samráði við leikskólastjóra.  Deildarstjóri starfar samkvæmt starfslýsingu og í samvinnu við leikskólastjóra.

Menntunarkröfur:

Laugardagur, 12. desember 2020

36. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn í fjarfundarkerfi Zoom miðvikudaginn 16. desember 2020.  Fundurinn hefst kl. 8:30.

Með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan er hægt að sjá dagskrá fundarins.

Dagskrá 36. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Þriðjudagur, 8. desember 2020

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður sunnudaginn 13. desember n.k frá kl. 12-15 í Bolholtsskógi á Rangárvöllum. Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré.  Eingöngu verður í boði að höggva stafafuru á staðnum.  Við verðum auk þess með á plani tilhöggið greni og furu. Við bendum á að hægt er að kaupa greinar til skreytinga, bæði greni og furu. Afgreiðsla á greinunum er hjá Rafverkstæði Ragnars í Hvolsvelli á meðan birgðir endast og eins verða greinar í Bolholtsskógi á söludag.

Mánudagur, 7. desember 2020

Skrifstofa Ásahrepps er lokuð almenningi frá og með 7. desember 2020, skv. ákvörðun hreppsnefndar á 35. fundi sínum.

Erindi til skrifstofu Ásahrepps skal senda með tölvupósti eða með almennri póstsendingu. Einnig er hægt að hafa samband símleiðis, sjá símanúmer hér fyrir neðan.

Símanúmer og tölvupóstföng:

Pages