Fyrsti rafræni íbúafundur um mögulega sameiningu Ásahreepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps fór fram í gærkvöldi. Fundurinn fór vel fram og gekk fólki vel að tengjast inn á fundinn.
Á fundinn mættu 27 manns og voru umræður að loknum kynningum góðar og málefnalegar.
Fundarfólk ræddi hvort sveitarfélögin fimm ættu að halda áfram viðræðum og leyfa íbúum að kjósa um sameiningu þeirra, og þau atriði sem ber að varast ef til þess kemur.