Allar fréttir

Mánudagur, 28. febrúar 2022

Vegna bilunar í sorpbifreið hefst losun þessa vikuna á morgun þriðjudag 1.mars. Verður því losað í Fljótshlíð og V-Landeyjum á morgun, A-Landeyjum og Merkurbæjum á miðvikudag o.s.frv.

 

Þriðjudagur, 22. febrúar 2022

Sorphirða á Hellu frestast til morguns. Í dag verður haldið áfram að losa sorp í dreifbýli en sorphirðudagatalið mun riðlast eitthvað í vikunni, en allir ættu að hafa fengið losun fyrir vikulok. Nú er verið að losa almennt og lífrænt sorp. Minnum íbúa á að hafa greitt aðgengi að tunnum fyrir starfsmenn sorphirðunnar.

 

Mánudagur, 14. febrúar 2022

Guðsþjónusta verður næsta sunnudag 20. febrúar, kl. 14.00.
Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Eyrúnar organista.
Fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin.  

Sóknarprestur

Föstudagur, 11. febrúar 2022

Miðvikudginn 16. febrúar n.k. verður haldinn 51. fundur hreppsnefndar.  Fundurinn fer fram í fjarfundarkerfi Zoom og hefst klukkan 8:30. 

Til að sjá dagskrá fundarins, þá smellið á krækjuna: Dagskrá fundar

Miðvikudagur, 9. febrúar 2022

Til að sjá auglýsinguna er hægt að fara á heimasíðu UTU með því að smella á krækjuna: https://www.utu.is/skipulagsauglysingar/ eða beint á auglýsinguna sjálfa: 

Mánudagur, 7. febrúar 2022

Vegna óveðurs færist sorphirða sem vera átti í dag í dreifbýli (ljósgrænt á sorphirðudagatali) yfir á næstu daga vikunnar.

 

sunnudagur, 6. febrúar 2022

Gefin hefur verið út rauð viðvörun vegna óveðurs sem ganga mun inn á landið í nótt. Vegna þessa fellur allt skólahald leik- og grunnskóla niður mánudaginn 7. febrúar, bæði á Laugalandi og Hellu. Aðrar stofnanir sveitarfélagsins verða lokaðar til hádegis en staðan verður að sjálfsögðu endurmetin eftir því sem fram vindur. Snjómokstri í þéttbýli og á heimreiðum verður ekki sinnt fyrr en veðrið gengur niður.

Mánudagur, 31. janúar 2022

Sá áfangi náðist nú í janúar að framkvæmdum lauk við stækkun s.k. Lækjarbotnaveitu hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. Framkvæmdir hafa staðið yfir frá 2019 en um er að ræða nýjan miðlunartank í s.k. Fögrubrekku í Landsveit sem tengir saman vatnsöflunarsvæði veitunnar í Lækjarbotnum og m.a. dreifikerfi veitunnar í Bjálmholti, Götu og við Skammbeinsstaði.

Föstudagur, 21. janúar 2022

50. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn í fjarfundarkerfi ZOOM, miðvikudaginn 26. janúar 2022.  Fundurinn hefst klukkan 8:30.

Til að skoða dagskrá fundarins þarf að smella á krækjuna:  Dagskrá

Föstudagur, 21. janúar 2022

Barnavernd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu  í samstarfi við Barnavernd Árborgar auglýsa eftir umsóknum frá fjölskyldum og/eða einstaklingum sem eru tilbúin til að veita börnum móttöku á einkaheimilum.  

Í 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 kemur fram að barnaverndarnefndir skulu hafa tiltæk úrræði til að veita börnum mótttöku í bráðatilvikum, til að tryggja öryggi þeirra.  

Pages