Allar fréttir

Mánudagur, 30. apríl 2018

Eigandi Sumarliðabæjar 1 er tilbúinn til að veita opið aðgengi að skógarstígum í 70 ha skógræktarstykki í landi Sumarliðabæjar 1 ef sveitarfélagið kemur að uppbyggingu stíganna. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita bs. hefur áætlað kostnað við gerð bílastæða og lagningu reið- og gönguleiða um svæðið. Hreppsnefnd ætlar að kynna sér svæðið föstudaginn 4. maí nk. kl. 17:00 undir leiðsögn Sigurðar Sigurðarson. Hreppsnefnd hvetur alla áhugasama íbúa Ásahrepps að mæta á kynninguna. Mæting er í hesthúsi Sigurðar. Munum að klæða okkur eftir veðri.

Vonumst til að sjá sem flesta

Mánudagur, 30. apríl 2018

Þann 7. maí býður Kvenfélagið Framtíðin Áshreppingum upp á ókeypis námskeið í skyndihjálp. Námskeiðið verður haldið á Laugalandi kl. 18-22. Kennari er Viðar Arason bráðatæknir hjá HSu. 

Skráning er hjá Ingibjörgu í síma 868 1256 (eftir kl. 17) eða á netfangið ingibjorgsveinsd@gmail.com.

Fleiri námskeið verða haldin ef áhugi er fyrir hendi og er gott að fá að vita hverjir hafa áhuga á að koma á þau.

 

Nánar um námskeiðið.

Lengd: ​4 klukkustundir með hléum (fjöldi kennslustunda 5).

Miðvikudagur, 25. apríl 2018

 

Ásahreppur auglýsir eftir aðila til að sjá um viðhald á veggirðingum meðfram Hringveginum í sveitarfélaginu.

Umsóknarfrestur er til 8. maí nk. og umsóknum skal skilað skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins eða með tölvupósti á netfangið asahreppur@asahreppur.is

 

Mánudagur, 16. apríl 2018

Dagskrá 58. fundar (aukafundur) hreppsnefndar dagsettur 18. apríl 2018 kl. 9:00

 1. Ársreikningur Ásahrepps 2017, fyrri umræða
 2. Ársreikningur Ásaljóss 2017
 3. Endurskoðunarskýrsla KPMG 2017
 4. Skýrsla KPMG til sveitarstjóra, stjórnsýsluskoðun
 5. Fundargerðir
 6. Erindi til hreppsnefndar
 7. Dómur í máli gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu
 8. Giljatangi
 9. Næsti fundur hreppsnefndar

 

Laugalandi 16. apríl 2018, oddviti Ásahrepps

 

Miðvikudagur, 11. apríl 2018

Þann 5. apríl sl. fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir grunnskólana í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, auk Vestmannaeyja. Víkurskóli var gestgjafi að þessu sinni og var hátíðin haldin á Hótel Kötlu að Höfðabrekku í Mýrdal.

Skólarnir sem þátt tóku auk Víkurskóla voru Grunnskólinn á Hellu, Hvolsskóli, Kirkjubæjarskóli, Laugalandsskóli og Grunnskóli Vestmannaeyja.

Keppendur voru 13 talsins, en að auki var fjöldi gesta viðstaddur hátíðina, m.a. foreldrar keppenda og kennarar skólanna, auk annarra góðra gesta.

Sigurvegarar keppninnar ásamt kennurum sínum: (frá vinstri) Þóra Guðrún Þórarinsdóttir kennari Grunnskóla Vestmannaeyja, Jón Grétar Jónasson Grunnskóla Vestmannaeyja 3. sæti, Herborg Sindradóttir Grunnskóla Vestmannaeyja 1. sæti, Karl Anders Þórólfur Karlsson Víkurskóla, 2. sæti og Elín Einarsdóttir kennari Víkurskóla
Mánudagur, 9. apríl 2018

 

Dagskrá 57. fundar hreppsnefndar dagsettur 11. apríl 2018 kl. 9:00

 1. Fundargerðir
 2. Erindi til hreppsnefndar
 3. Viðhald girðinga meðfram Hringveginum um Ásahrepp
 4. Næsti fundur hreppsnefndar

Laugalandi 9. apríl 2018, oddviti Ásahrepps

 

Miðvikudagur, 28. March 2018

Kálfholtskirkja

Hátíðarguðsþjónusta verður á annan dag páska, 2. apríl, kl. 14.00.

Sóknarprestur

 

Miðvikudagur, 21. March 2018

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti.
Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands.  Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. 

Umsóknafrestur rennur út 10. april 2018.

Sjá nánar um reglur sjóðsins á heimasíðu félagsins;

Mánudagur, 12. March 2018

 

Dagskrá 56. fundar hreppsnefndar dagsettur 14. mars 2018 kl. 9:00

 1. Landsvirkjun kynning, Orkusvið – Þjórsársvæði
 2. Lánasamningur, Lánasjóður sveitarfélaga
 3. Fjármál og áætlun, heimild til töku yfirdráttar
 4. Fundargerðir
 5. Erindi til hreppsnefndar
 6. Landgræðsla Ríkisins, afgreiðsla umsóknar til Landbótasjóðs 2018
 7. Næsti fundur hreppsnefndar

 

Laugalandi 12. mars 2018, oddviti Ásahrepps

 

Föstudagur, 9. March 2018

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 11. mars kl. 14.00. Aðalsafnaðarfundur eftir athöfn með venjulegum aðalfundarstörfum.

Sóknarprestur og sóknarnefnd.

 

Pages