Allar fréttir

Föstudagur, 5. janúar 2018

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 20. febrúar. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.

Styrkir til tvenns konar verkefna

Í samræmi við það sem samningur landanna kveður á um er hægt að sækja um styrki til tvennskonar verkefna:

Fimmtudagur, 4. janúar 2018

Hjartaheill, Samtök sykursjúkra, Samtök lungnasjúklinga og SÍBS í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) munu bjóða íbúum á Suðurlandi upp á ókeypis heilsufarsmælingu 22. - 26. janúar næstkomandi undir merkjum "SÍBS líf og heilsa" verkefnisins. Íbúum Hveragerðis og nærsveita var boðið í mælingu þann 23. nóvember.  Við munum senda út boðsbréf á alla íbúa í póstnúmerum 800, 801, 820, 825, 815, 840 og 845, fimmtudaginn 18.

Þriðjudagur, 19. desember 2017

Aðventan á Leikskólanum á Laugalandi hefur heldur betur verið skemmtileg.  Börnin hafa notið þess að leika sér bæði inni í hlýjunni og úti í fjölbreyttu íslensku vetrarveðri.  Börnin eru alltaf eitthvað að braska og nú síðustu vikur hafa þau m.a. verið að undirbúa jólin. Búa til jólagjafir, jólapappír, kort og ýmislegt jólaföndur.  Það er alltaf nóg að gera og einkennist starfið af mikilli gleði, sköpun, söng, sögum og leik. Það er líka gaman að segja frá því að á undanförnum vikum hafa leikskólanum borist ýmsar gjafir en leikskólinn á sér marga vini og velunnara.

Þriðjudagur, 19. desember 2017

Aftansöngur verður í Kálfholtskirkju á aðfangadag 24. des. kl. 16.00.

Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og farsæld í lífi og starfi á nýju ári.

 

Sóknarprestur

Mánudagur, 11. desember 2017

Dagskrá 53. fundar hreppsnefndar dagsettur 13. desember 2017 kl. 9:00

 

1.      Yfirlit yfir rekstur hreppsins 2017

2.      Snjómokstur

3.     Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum 2018

4.     Erindi til hreppsnefndar

5.     Fundargerðir

6.     Heimgreiðslur reglur

Mánudagur, 11. desember 2017

 

Minnum á að umsóknir þurfa að berast fyrir 15. des, fyrir árið 2017.

Eyðublað má nálgast hér: eyðublað

Reglur má nálgast hér: reglur

 

Mánudagur, 11. desember 2017

 

Minnum á að umsóknir þurfa að berast fyrir 15. des, fyrir árið 2017.

Eyðublað má nálgast hér: eyðublað

Reglur má nálgast hér: reglur

 

Miðvikudagur, 29. nóvember 2017

Ágætu íbúar,

Dagana 4.-6. desember nk. mun starfsmaður frá Brunavörnum Árnessýslu koma á öll lögbýli í Ásahreppi með slökkvitækjaþjónustu. Ásahreppur mun greiða fyrir eitt nýtt slökkvitæki og rafhlöður í reykskynjara, en starfsmaðurinn mun taka gömul tæki í staðinn, auk þess sem hann verður með annan eldvarnabúnað með sér til sölu.

 

Frekari upplýsingar veita Brunavarnir Árnessýslu í síma 480-0900 eða á netfanginu slokkvitaeki@babubabu.is

 

Virðingarfyllst f.h. Ásahrepps,

Pages