Allar fréttir

Mánudagur, 4. september 2017

Húsvörður

·       annast húsvörslu alls húsnæðis á Laugalandi; grunnskóla, leikskóla og íþróttamannvirkja, þ.m.t. sundlaugar. Hann sinnir léttu viðhaldi og tryggir að allur búnaður virki sem skyldi og er ábyrgur fyrir ræstingu mannvirkja.

 

·       er tengiliður stofnana við alla viðburði sem haldnir eru á Laugalandi.

 

·       vinnur með börnum og unglingum bæði við gæslu nemenda í skóla og við íþróttaiðkanir.

 

Miðvikudagur, 30. ágúst 2017

 

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.  óskar að ráða tvo öfluga einstaklinga til starfa hjá byggðasamlaginu.

Starfið er að uppistöðu akstur sorphirðubifreiða og því er nauðsynlegt að viðkomandi hafi meirapróf.  Æskilegt er að viðkomandi þekki vel til í Rangárvallasýslu.  

Ráðningatími er frá 27. nóvember n.k.

Miðvikudagur, 30. ágúst 2017

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu í sveitarstjórn: 

1.      Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Hraungerðishreppi 2003-2015 á spildu úr landi Langholts 1.

Fimmtudagur, 17. ágúst 2017

Nú styttist í skólabyrjun og er það okkur sönn ánægja að geta sagt frá því að skólinn mun útvega öll kennslugögn sem nemendur þurfa á að halda í vetur, s.s. stílabækur, reikningsbækur, blöð og flokkunarspjöld í harðspjaldamöppur. Þá hafa þeir aðgang að ritföngum í skólanum sem venjulega eru til staðar í pennaveskjum þeirra.

http://www.laugalandsskoli.is/

Mánudagur, 14. ágúst 2017

 

Dagskrá 48. fundar hreppsnefndar dagsettur 16. ágúst 2017 kl. 9:00

 

1.     Sveitarfélagamörk

2.     Minnispunktar um ágreining milli Ásahrepps og Rangárþings ytra um stofnkostnað v. Dvalarheimilisins Lundar á Hellu

3.     Fundargerðir

4.     Erindi til hreppsnefndar

5.     Næsti fundur hreppsnefndar

 

 Laugalandi 14. ágúst 2017, oddviti Ásahrepps

Miðvikudagur, 9. ágúst 2017

 

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála.

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 25. ágúst. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.

 

Styrkir til tvenns konar verkefna

Í samræmi við það sem samningur landanna kveður á um er hægt að sækja um styrki til tvennskonar verkefna:

Föstudagur, 14. júlí 2017

Vinna við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hafin og hefur verið opnað sérstakt vefsvæði tileinkað vinnunni á slóðinni www.co2.is. Almenningur er hvattur til að senda hugmyndir og tillögur að aðgerðum til verkefnisstjórnar á netfangið loftslag@uar.is  

Ætlunin er að birta jafnóðum á vefsvæðinu þær tillögur sem berast en þar er einnig að finna ýmsar upplýsingar er tengjast vinnunni við aðgerðaáætlun. Ég yrði ákaflega þakklát ef þið gætuð vakið athygli á þessu eins og hægt er.

sunnudagur, 9. júlí 2017

 

Dagskrá 47. fundar (aukafundur) hreppsnefndar dagsettur 12. júlí 2017 kl. 9:00

  1.  Lögreglusamþykkt fyrir Suðurland, síðari umræða
  2.  Kaup á byggingum Skógaskóla við Skógasafn, síðari umræða
  3.  Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.
  4.  Breyting á þingfararkaupi
  5.  Fundargerðir
  6.  Erindi til hreppsnefndar
  7.  Næsti fundur hreppsnefndar

 Laugalandi 9. júlí 2017, oddviti Ásahrepps

Miðvikudagur, 28. júní 2017

 

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Ásahrepps lokuð frá og með 3. júlí til og með 31. júlí.

Ef erindið þolir ekki bið þá vinsamlega sendið það á asahreppur@asahreppur.is og verður því svarað svo fljótt sem hægt er.

Miðvikudagur, 21. júní 2017

 

Upprekstur á Holtamannaafrétt og Þóristungur er heimill frá og með 30. júní nk.

Pages