Allar fréttir

Fimmtudagur, 25. March 2021

Stjórnendur hjá Rangárþingi ytra og Odda bs funduðu fyrr í dag í kjölfar ákvarðana sóttvarnaryfirvalda um hertar samkomutakmarkanir. Ákveðið var að senda út eftirfarandi skilaboð:

Miðvikudagur, 17. March 2021

Skrifstofa Ásahrepps er lokuð almenningi frá og með 17. mars 2021, skv. ákvörðun hreppsnefndar á 39. fundi sínum.

Erindi til skrifstofu Ásahrepps skal senda með tölvupósti eða með almennri póstsendingu. Einnig er hægt að hafa samband símleiðis, sjá símanúmer hér fyrir neðan.

Miðvikudagur, 17. March 2021

Staða skólastjóra Laugalandsskóla hefur verið auglýst laus til umsóknar.  Til að sjá auglýsinguna þarf að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Auglýsing um stöðu skólastjóra Laugalandsskóla

Miðvikudagur, 17. March 2021

Skrifstofa Flóahrepps í Þingborg tekur við skriflegum gögnum og teikningum sem berast eiga byggingar- eða skipulagsfulltrúa UTU - til viðbótar við skrifstofu embættisins að Dalbraut 12 á Laugarvatni. Þetta ætti einkum að vera til hægðarauka fyrir íbúa og aðra viðskiptavini embættisins sem búa í neðri byggðum starfssvæðisins, s.s. í Flóahreppi, Ásahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Föstudagur, 12. March 2021

39. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn í fjarfundarkerfi Zoom miðvikudaginn 17. mars 2021.  Fundurinn hefst kl. 8:30.

Með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan er hægt að sjá dagskrá fundarins:

Miðvikudagur, 24. febrúar 2021

Foreldrar athugið: Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 15. Apríl 2021.

Foreldrar eru hvattir til að athuga rétt sinn inn á island.is ef niðurstaða reynist jákvæð senda þá inn umsókn ásamt fylgigögnum til Félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Við minnum á að umsóknarfrestur er til 1.mars 2021. Framlengdur til 15. apríl 2021.   Miða skal við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021.

Mánudagur, 22. febrúar 2021

Nú messum við.

Verið öll hjartanlega velkomin í guðsþjónustu í Kálfholtskirkju sem verður næsta sunnudag 28. feb. kl.14.00.

Kórinn leiðir söng undir stjórn Eyrúnar organista.

Sr. Halldóra

 

Miðvikudagur, 17. febrúar 2021

Skrifstofa Ásahrepps er lokuð almenningi frá og með 17. febrúar 2021, skv. ákvörðun hreppsnefndar á 38. fundi sínum.

Erindi til skrifstofu Ásahrepps skal senda með tölvupósti eða með almennri póstsendingu. Einnig er hægt að hafa samband símleiðis, sjá símanúmer hér fyrir neðan.

Símanúmer og tölvupóstföng:

Þriðjudagur, 16. febrúar 2021

Eftir langvarandi frostatíð er mjög mikilvægt að hugað sé að vatnslögnum í beitarhólfum og við sumarhús.

Töluverður leki er úr Vatnsveitunni um þessar mundir og gríðarlega mikilvægt að komast fyrir það sem allra, allra fyrst.

Verði vart við lekar lagnir eða brynningartæki, vinsamlegast hafið tafarlaust samband við Vatnsveituna í síma: 487-5284.

Ósamþykkt brynning sem augljóslega lekur.
Þriðjudagur, 16. febrúar 2021

Foreldrar eru hvattir til að athuga rétt sinn inn á island.is ef niðurstaða reynist jákvæð senda þá inn umsókn ásamt fylgigögnum til Félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Við minnum á að umsóknarfrestur er til 1.mars 2021.  Miða skal við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021.

Til að sækja um styrkinn þarf að hafa samband við Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu:

Pages