Allar fréttir

Mánudagur, 12. desember 2016

Dagskrá 40. fundar hreppsnefndar dagsettur 14. des. 2016 kl. 9:00

 

1.     Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2016

2.     Fundargerðir

3.     Álagning gjalda og gjaldskrár fyrir árið 2017

           4.     Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum

           5.     Breyting á þingfararkaupi

           6.     Samþykkt fyrir Tónlistarskóla Rangæinga

Mánudagur, 12. desember 2016

Minnum á að umsóknarfrestur um íþrótta- og tómstundastyrk fyrir árið 2016 rennur út 15. desember 2016. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðunni ásamt reglum. Gögnin má senda í tölvupósti á asahreppur@asahreppur.is

Föstudagur, 2. desember 2016

 

Ásahreppur og Veitur hafa náð samkomulagi um uppgjör vegna uppbyggingar, reksturs og gjaldtöku fyrir hitaveitu í Ásahreppi. Aðila hafði greint á um gjaldskrá fyrir heitt vatn í hreppnum allt frá árinu 2011.

Ágreiningurinn snerist um túlkun samnings um yfirtöku Orkuveitu Reykjavíkur á Hitaveitu Rangæinga. Ásahreppur taldi gjaldskrárhækkun OR árið 2011 ekki í samræmi við samninginn og OR, síðar Veitur, töldu að forsendur í samningum um uppbyggingu í sveitarfélaginu hefðu ekki staðist.

Mánudagur, 28. nóvember 2016

Dagskrá 39. fundar (aukafundur) hreppsnefndar dagsettur 30. nóvember 2016 kl. 10:00

 

1.     Samkomulag um uppgjör varðandi uppbyggingu, rekstur og gjaldtöku fyrir hitaveitu í Ásahreppi.

2.     Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

3.     Næsti fundur hreppsnefndar

 

 Laugalandi 28. nóvember 2016, oddviti Ásahrepps

Mánudagur, 28. nóvember 2016

við minnum á kynningarfundina um niðurstöðu markaðsgreiningar og markaðslega stefnumótun fyrir áfangastaðinn Suðurland. Á fundunum munu fulltrúar Markaðsstofunnar kynna niðurstöðu skýrslu sem unnin var af markaðsráðgjafafyrirtækinu Manhattan ásamt Markaðsstofu Suðurlands en greiningin er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands.
 
Fundirnir eru opnir öllum og við hvetjum sérstaklega fólk í ferðaþjónustu að mæta á kynningarnar. Léttar veitingar.
 
Fundirnir verða sem hér segir:

Þriðjudagur, 22. nóvember 2016

Vatnajökulsþjóðgarður vinnur nú að gerð fræðsluáætlunar til að efla og þróa þá fræðslu sem gestum þjóðgarðsins býðst. Mikilvægt er að rödd hagsmuna- og samstarfsaðila á hverju svæði þjóðgarðsins fái að heyrast í þeirri vinnu. Í byrjun október var fundur haldinn í Reykjavík með fulltrúum ýmissa stofnana og samtaka en nú er komið að því að leita til þeirra sem búa og/eða starfa næst þjóðgarðinum. Því boðum við til tveggja funda á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs:

Fimmtudagur, 17. nóvember 2016

Mánudagur, 7. nóvember 2016

Skrifstofan er lokuð í dag vegna veikinda.

Hægt er að hafa samband í gegnum asahreppur@asahreppur.is eða í síma 898-5828.

Mánudagur, 7. nóvember 2016
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða.
 
Mánudagur, 7. nóvember 2016

 

Dagskrá 38. fundar hreppsnefndar dagsettur 9. nóvember 2016 kl. 9:00

 

  1. Fjárhagsáætlun 2017-2020 (fyrri umræða)
  2.  Fundargerðir
  3. Erindi til hreppsnefndar
  4. Laugaland, framkvæmdir og viðhald
  5. Næsti fundur hreppsnefndar

 Laugalandi 7. nóvember 2016, oddviti Ásahrepps

Pages