Allar fréttir

Miðvikudagur, 7. október 2020

Nú er sorpbifreiðin að koma úr viðgerð í Reykjavík og í dag verður klárað að losa þar sem frá var horfið á fimmtudag sl., þ.e. frá Kálfholti, við Heiðarveg og Hagahring. Á morgun fimmtudag verður losað við Ásveg, í Holtum, Landsveit og við Þingskálaveg. Þá verður einnig losað í Þykkvabæ. Á föstudag verður losað við Ábæjarveg, Bjallaveg, Rangárvallaveg og á bæjum við Hellu og Hvolsvöll. Þann dag verður líka losað á Hvolsvelli og verður þá notast við varabíl og traktorsgröfu. Þökkum íbúum fyrir skilning á þessum töfum og ruglingi sem verið hefur á sorhirðunni undanfarna daga.

 

Fimmtudagur, 1. október 2020

Vegna bilunar í sorpbifreið næst ekki að klára sorphirðu í dag þann 1. október.  Nánari upplýsingar verða birtar síðar á Facebook síðu Sorpstöðvarinnar.

Miðvikudagur, 30. september 2020

Opnunartími á Strönd breytis núna 1. október n.k.

Smellið á krækjuna hér fyrir neðan til að sjá auglýsingu Sorpstöðvarinnar um breyttan opnunartíma:

Auglýsing

Miðvikudagur, 23. september 2020

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf þroskaþjálfa og /eða félagsráðgjafa í málaflokk fatlaðs fólks.

Til að sjá auglýsingu þarf að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Auglýsing félagsþjónustunnar

Mánudagur, 21. september 2020

Guðsþjónusta verður í Kálfholtskirkju sunnudaginn 27. september n.k. klukkan 14:00.

Fermingarbörn næsta vetrar og foreldrar þeirra sérstaklega boðin velkomin.

Sóknarprestur

Miðvikudagur, 16. september 2020

Skógræktarfélag Rangæinga hefur tekið að sér stórt gróðursetningaverkefni fyrir Kolvið á Geitasandi á Rangárvöllum.  Okkur vantar fólk til að gróðursetja og er þetta alveg tilvalin fjáröflun fyrir íþróttafélög, kóra, björgunarsveitir eða aðra sem áhuga hafa.  Greitt er fyrir hverja plöntu sem í jörð fer.  Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður H Heiðmundsdóttir í síma 869-2042.

 

Mánudagur, 14. september 2020

31. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 16. september 2020 og hefst kl. 8:30.

Mánudagur, 24. ágúst 2020

Til að sjá auglýsingu Félagsþjónustunnar um sérstakan húsnæðisstuðning þarf að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Auglýsing um sérstakan húsnæðisstuðning

Miðvikudagur, 19. ágúst 2020

Til að sjá auglýsingu skal smella á kræjuna hér fyrir neðan:

Auglýsing

Mánudagur, 17. ágúst 2020

Vekrkefnið hefur farið vel af stað og margt í gangi. Gert er ráð fyrir að verkefni verði í gangi fram í byrjun október.  Í dag er óljóst hvernig staðið verði að uppskeruhátíð, eins og kynnt var í upphafi, við verðum bara að sjá hvernig COVID-19 þróast með haustinu.

Verkefnastjórinn er hún Ellisif Malmo Bjarnadóttir og síminn hjá henni er: 865-4393. 

Endilega að hafa samband við hana ef upplýsinga er þörf.

Krækja á dreifibréf hreppsnefndar vegna fegrunarátaksins:

Pages