Allar fréttir

Mánudagur, 1. nóvember 2021

Ágætu íbúar Ásahrepps og aðrir hagsmunaaðilar.

Hreppsnefnd Ásahrepps boðar til íbúafundar, sem haldinn verður að Laugalandi (matsal) fimmtudaginn 4. nóvember 2021 klukkan 18:30 – 20:30 þar sem tillaga um endurskoðað aðalskipulag Ásahrepps verður kynnt.  Einnig verður á dagskrá umræða um framtíð samkomuhússins Ásgarðs í Ási.

Markmið fundarins er að eiga samtal við íbúa Ásahrepps og aðra hagsmunaaðila áður en aðalskipulagstillagan verður sett í almenna kynningu.  Einnig er ætlunin að heyra skoðun íbúa Ásahrepps um framtíð samkomuhússins Ásgarðs í Ási.

Mánudagur, 1. nóvember 2021

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána.

Sjá fréttatilkynningu með að smella á krækjuna:  Auglýsing

Miðvikudagur, 20. október 2021

Laus er til umsóknar 100% staða sálfræðings frá 1. janúar n.k. eða eftir samkomulagi hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.

Til að sjá auglýsinguna þarf að smella á krækjuna:  Auglýsing Skólaþjónustunnar.

Miðvikudagur, 20. október 2021

Miðvikudagur, 20. október 2021

sunnudagur, 17. október 2021

47. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps, að Laugalandi,  miðvikudaginn 20. október 2021.  Fundurinn hefst kl. 8:30.

Mánudagur, 11. október 2021

Guðsþjónusta sunnudaginn 17. október n.k. klukkan 14:00.

Kirkjukórinn syngur undir stjórn Eyrúnar. 

Fermingarbörn næsta vetrar og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin.

Sr. Halldóra

Mánudagur, 27. september 2021

Til að sjá auglýsingu þarf að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Horft til framtíðar

Miðvikudagur, 22. september 2021

Alþingiskosningar og kosningar um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu,  25. september 2021.

Í Ásahreppi er ein kjördeild og er kjörstaður í Ásgarði og fara þessar kosningar fram samhliða.  Um er að ræða:

Miðvikudagur, 22. september 2021

Með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan, er hægt að horfa á kynningu á tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Ásahrepps 2020-2032:

https://youtu.be/uSX8PVauW6E

Einnig er hægt er að kynna sér efni tillögunnar á vefsvæði Eflu með því að smella á krækjuna:

Pages