Allar fréttir

Mánudagur, 5. desember 2022

Við leitum að Rangæingum sem vilja taka þátt í að móta nýja hringrás fyrir lífrænan heimilisúrgang í sýslunni!

Mánudagur, 28. nóvember 2022

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður laugardaginn 17. desember n.k frá kl. 12-15  í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.

Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré.  Eingöngu er um að ræða stafafuru.  Við verðum að auki með á plani tilhöggið greni og furu.  Óski fólk efir að koma og velja sér sjálft greni er hægt að hafa samband og finnum út úr því.  Sem fyrr er hægt að panta tré og er afhending eftir samkomulagi.

Boðið verður uppá hressingu í skóginum.   Með kaupum á íslenskum „jólatrjám“ stuðlum við að minni mengum og styrkjum gott málefni.

Mánudagur, 28. nóvember 2022

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf þroskaþjálfa og/eða félagsráðgjafa í málaflokk fatlaðs fólks. Um er að ræða 50 – 100 % starfshlutfall. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri Félags- og Skólaþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu sem annast félags- og Skólaþjónustu sveitarfélaganna í Ásahreppi, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Skrifstofa félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b.  5.300 manns.

Mánudagur, 21. nóvember 2022

Fyrsta skóflustunga að íbúðakjarna fyrir fatlað fólk að Nautahaga 2 var tekin föstudaginn 18. nóvember. Í kjölfarið var samningur Mineral ehf og Arnardrangs hses undirritaður í Grænumörk.

Með ákvörðun stjórnar Bergrisans og samþykkis aðildarsveitarfélaga var ákveðið að ráðast í stofnun hses félags en það rekstrarfyrirkomulag miðar að sjálfbærni byggingar og reksturs húsnæðis fyrir fatlað fólk.

Föstudagur, 18. nóvember 2022

Við fögnum aðventunni með helgistund 1. sd. í aðventu 27. nóv. kl. 17.00.

Kórinn syngur aðventu- og jólasálma, barnastund, hugleiðing og ljósin látin njóta sín.  Boðið verður upp á kaffiveitingar að athöfn lokinni.

 

Mánudagur, 14. nóvember 2022

Minnt er á að síðasti dagur til að skila inn umsókn um íþrótta- og tómstundarstyrk hjá Ásahreppi fyrir árið 2022 er þann 15. desember n.k.

Reglur um íþrótta- og tómsundarstyrki má finna á heimasíðu Ásahrepps, en slóðin er:

https://asahreppur.is/sites/default/files/Reglur%20um%20t%C3%B3mstundast...

 

Föstudagur, 11. nóvember 2022

6. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi, miðvikudaginn 16. nóvember 2023.  Fundur hefst klukkan 8:30.

Dagskrá 6. fundar hreppsnefndar

Mánudagur, 7. nóvember 2022

Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu (FSRV) hefur ákveðið að ráða Svövu Davíðsdóttur starfandi félagsmálastjóra FSRV sem nýjan framkvæmdastjóra byggðasamlagsins. Tveir sóttu um starfið og var ákvörðun tekin að loknum viðtölum við umsækjendur.

Svava tekur við starfinu frá og með 1. nóvember 2022 og mun starfa eftir nýju stjórnskipulagi sem samþykkt hefur verið í aðildarsveitarfélögunum.

Svava er boðin velkomin til starfa sem framkvæmdastjóri og henni óskað velfarnaðar í störfum sínum.

F.h. stjórnar FSRV

Miðvikudagur, 2. nóvember 2022

Fimmtudagur, 20. október 2022

Byggðasmölun skal fara fram sunnudaginn 23. október 2022 í samræmi við Fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu.

Í 27. grein Fjallskilasamþykktar fyrir Rangárvallasýslu segir:

Pages