Allar fréttir

Föstudagur, 11. október 2019

19. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi miðvikudaginn 16. október 2019.

Fundurinn hefst kl. 8:30.

Hægt er að skoða dagskrá fundarins með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Dagskrá 19. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Föstudagur, 13. september 2019

Fundurinn verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi, miðvikudaginn 18. september 2019.

Fundurinn hefst klukkan 8:30.

Með því að smella á krækjuna hér fyrir neðan má nálgast dagskrá fundarins.

Dagskrá 18. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Föstudagur, 16. ágúst 2019

Fundurinn verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins miðvi

Fimmtudagur, 15. ágúst 2019

Sökum mikilla þurrka undanfarið og lækkandi grunnvatnsstöðu, þá er mikið álag á veitukerfi sveitarfélaganna.  Nú sem aldrei fyrr er því mikilvægt að fara sparlega með vatn og yfirfara hvort einhvers staðar er sírennsli.  íbúar og aðrir sem tengdir eru vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps eru beðnir um að stilla allri vökvun og almennri vatnsnotkun í hóf.  Þetta á einkum við svæðið vestan Ytri-Rangár.

Miðvikudagur, 14. ágúst 2019

Eftir ábendingar frá íbúum og úttekt starfsmanna sorpstöðvarinnar á flokkun hefur verið ákveðið að breyta tíðni sorphirðu á þann veg að nú verður pappi, plast og almennt sorp tekið á sex vikna fresti. Áður var pappi tekinn á fjögurra vikna fresti en almennt og plast á átta vikna fresti.

 

Þriðjudagur, 2. júlí 2019

Hreinsunarátak er í gangi á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu þessa dagana.

Móttökusvæðið sunnan Landvegamóta er opið dagana 28. júní til 5. júlí n.k. og er gjaldfrjálst þennan tíma.

Sérstaklega skal taka fram að eingögnu verða þar gámar fyrir málma, timbur, grófan úrgang og kör fyrir rafgeyma.

Íbúar eru hvattir til að notafæra sér þessa þjónustu.  Ákaflega er mikilvægt að rétt sé flokkað í gámana.

Eftir að hreinsunarátaki lýkur verða allir gámar fjarlægðir og algerlega er óheimilt að afsetja úrgang á þessu svæði.

Mánudagur, 1. júlí 2019

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð í júlí vegna sumaraleyfa.

Fylgst verður með tölvupósti og honum svarað eins og kostur er. 

Farsími sveitarstjóra er 897-0890.

Föstudagur, 21. júní 2019

Sumarguðsþjónusta verður sunnudagskvöldið 23. júní kl. 20.30.

Sálmar sungnir sem hæfa árstímanum og gefa stundinni helgan og léttan blæ.

Pages