Allar fréttir

Þriðjudagur, 25. júlí 2023

Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu auglýsir eftir Náms- og starfsráðgjafa í fullt starf. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir góðri þekkingu á skólamálum. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað og sem leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn og stjórnendur skólana. Í sveitarfélögunum eru fimm grunnskólar. Íbúar eru tæplega sex þúsund. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.

Miðvikudagur, 28. júní 2023

17. júní hátiðarhöld

Þann 17. júní síðast liðinn var haldin hefðbundin þjóðhátíðarskemmtun í Ásabrekkuskógi.  Dagskráin var hefðbundin.  Fólk kom saman og maður er manns gaman.  Einnig var andlitsmálning fyrir börnin, söngur og grillaðar pylsur og hamborgarar.  Skógræktarfélag Rangæinga færði svæðinu veglegan setubekk að gjöf sem staðsettur verður í skógarreitnum.

Sumir hátíðargestir komu á staðinn á hestbaki.

Miðvikudagur, 21. júní 2023

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð vegna sumaarleyfa frá 3. júlí 2023 til og með 11. ágúst 2023, skv. ákvörðun hreppsnefndar á 15. fundi sínum.

Erindi til skrifstofu Ásahrepps skal senda með tölvupósti eða með almennri póstsendingu. Einnig er hægt að hafa samband símleiðis, sjá símanúmer hér fyrir neðan.

Föstudagur, 16. júní 2023

15. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi, miðvikudaginn 21. júní 2023.  Fundur hefst klukkan 8:30.

Miðvikudagur, 14. júní 2023

Það er sumar í sveitum og þá er nú aldeilis við hæfi að messa!

Það verður sumarkvöldguðsþjónusta í Kálfholtskirkju næsta sunnudag  18. júní, kl. 20.00.

Sálmarnir sem við syngjum eru miðaðir við þennan dásamlega tíma og undirleikurinn í höndum Eyrúnar.  Kvöldhressing  eftir athöfn.

Föstudagur, 2. júní 2023

Ákveðið hefur verið að skrifstofa Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. verði lokuð frá og með mánudeginum 17. júlí til og með föstudagsins 11. ágúst 2023 vegna sumarleyfa starfsfólks.

Föstudagur, 2. júní 2023

Ritarar skipulags- og byggingarfulltrúa óskast hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs.

Fimmtudagur, 1. júní 2023

Samráðsfundur Ásahrepps og Rangárþings ytra verður haldinn í Safnaðarhúsinu á Hellu – 5. júní 2023 kl. 13:00 – 15:00.

Dagskrá

  1. Ársyfirlit 2022
  2. Oddi bs
  3. Húsakynni bs
  4. Vatnsveita bs
  5. Lundur hjúkrunarheimili
  6. Þjónustusamningar/Fjármál/Ársreikningar
  7. Almennar umræður.

Um er að ræða opinn fund þar sem farið er yfir öll samstarfsverkefni sveitarfélaganna.

Íbúar beggja sveitarfélaga eru velkomnir.

Fimmtudagur, 1. júní 2023

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags:

 

Föstudagur, 26. maí 2023

Símakerfi embættisins liggur niðri vegna straumleysis og þjónustan jafnframt skert til kl. 13:00 í dag vegna þess.

Pages