Allar fréttir

Föstudagur, 14. ágúst 2020

30. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 19. ágúst 2020 og hefst kl. 8:30.

Miðvikudagur, 5. ágúst 2020

Vegna þjónustuskoðunar sorpbifreiðar þá færist losun í Eyjafjöllum sem vera átti á morgun fram á föstudaginn (7. ágúst) og losun sem vera átti þá (gul á sorphirðudagatali) færist fram í næstu viku. Verið er að losa plast og lífrænt.

Miðvikudagur, 8. júlí 2020

Til að sjá auglýsinguna þá skal smella á krækjuna hér fyrir neðan:

https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-8-juli-2020/ 

Miðvikudagur, 1. júlí 2020

Skrifstofa Ásahrepps verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 7. ágúst 2020.

Ef upp koma aðstæður að þurfi að ná sambandi við sveitarstjóra á því tímabili, þá er farsímanúmer 897-0890 en einnig er hægt að senda tölvupóst á póstfang valtyr@asahreppur.is.

Sveitarstjóri

Mánudagur, 15. júní 2020

Sumarguðsþjónusta sunnudagskvöldið 21. júní kl. 20.30. Kórinn syngur lög og sálma sem hæfa árstímanum og gefa stundinni helgan og léttan blæ. Kirkjukaffi á stéttinni eftir athöfn.

Verið öll hjartanlega velkomin.

sr. Halldóra

Föstudagur, 12. júní 2020

Kjörfundur vegna forsetakosninga verður haldinn í Ásgarði fyrir alla íbúa Ásahrepps.  Kjörfundur hefst laugardaginn 27. júní n.k. klukkan 11:00 og lýkur kl. 19:00.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki með mynd.

Kjörskrá fyrir Ásahrepp liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi frá 16. júní til kjördags á opnunartíma sem er á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 12:00 til 16:00.

Föstudagur, 12. júní 2020

29. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn mánudaginn 15. júní 2020 og hefst kl. 8:30.

Miðvikudagur, 10. júní 2020

Hátíðin hefst kl. 10:30. Boðið verður upp á andlistmálun, blöðrur hnýttar og farið í leiki.  Kirkjukór Kálfholtskirkju syngur og hinir geysivinsælu grillarar frá kvenfélaginu grilla hamborgara og pylsur.  Fulltrúar frá Skógræktarfélagi Rangæinga munu mæta og koma með berjaplöntur sem gróðursettar verða í Ásabrekkuskógi.

Verið hjartanlega velkomin.

Ásahreppur, Kvenfélagið Framtíðin og Garpur.

Miðvikudagur, 3. júní 2020

Frá og með 1. júní 2020 hefur skrifstofa Ásahrepps verið opnuð aftur fyrir almenning, líkt og var fyrir lokun þann 23. mars s.l. vegna COVID-19.

 

sunnudagur, 24. maí 2020

Á fundi stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga 22. maí var tekin ákvörðun um ráðningu í starf skólastjóra Tónlistarskóla Rangæinga sem auglýst var á dögunum. Niðurstaðan var að ráða Söndru Rún Jónsdóttur í starfið og mun hún hefja störf frá og með 1. ágúst 2020.

Pages