Allar fréttir

Mánudagur, 17. október 2022

Það verður guðsþjónusta í Kálfholtskirkju á sunnudaginn 23. okt. kl. 14.00. Kórinn syngur við undirleik Eyrúnar organista og fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra boðin sérstaklega velkomin.

Hittumst í kirkjunni!

Sr. Halldóra

 

Mánudagur, 10. október 2022

Eydís Indriðadóttir hefur gefið Ásahreppi landspilduna, Faxatröð, sem liggur með landi hennar Ásborg og landspildna úr landi Áss 3.  Um Faxatröð verður lagður stígur sem nýta má sem reiðstíg en jafnframt sem vegtengingu fyrir eigendur landspildna úr Ási 3 sem liggja með Faxatröð.  Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á síðasta fundi sínum og setja á fót nefnd sem vinna skal að framtíðarsýn um legu og lagningu reiðhjóla-, göngu- og reiðstíga innan sveitarfélagsins.  Þessi gjöf Eydísar er mikilvægur þáttur í tengingu frá Ásmundarstöðum að Áshverfinu og er Eydísi þakkað af alhug fyrir þetta veglega

Ísleifur Jónasson, oddviti, færir Eydísi blómvönd, sem þakklætisvott frá Ásahreppi.
Mánudagur, 10. október 2022

Framkvæmdastjóri Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir stöðu framkvæmdastjóra byggðasamlagsins lausa til umsóknar. Gerð er krafa um framhaldsmenntun og starfsréttindi í félagsráðgjöf. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun í opinberri stjórnsýslu og hafi þekkingu á viðeigandi lagaumhverfi. Gerð er krafa um reynslu og þekkingu á rekstri og mjög góða færni í mannlegum samskiptum.

Miðvikudagur, 21. september 2022

Lilja Einarsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarforstjóri Lundar. Stjórn Lundar ásamt faglegum ráðgjafa ráðningarskrifstofu voru samróma um að Lilja væri hæfust sjö umsækjenda til að gegna starfinu. Lilja er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur einnig lokið viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands auk þess að hafa sótt ýmis námskeið í tengslum við hjúkrun og rekstur.

 

Föstudagur, 16. september 2022

4. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 21. september 2022.  Fundarstaður er skrifstofa Ásahrepps að Laugalandi og hefst fundurinn klukkan 8:30.

Hægt er að sjá dagskrá fundarins með því að smella á krækjuna:  Dagskrá fundar

Miðvikudagur, 14. september 2022

Ef þið eruð íbúar og/eða fasteignaeigendur í Ásahrepp, Rangárþingi ytra eða Rangárþingi eystra þá biðjum við ykkur um að taka þessa könnun með því að smella á linkinn hér fyrir neða

Mánudagur, 12. september 2022

GRENNDARKYNNINGARGÖGN EINGÖNGU BIRT Í PÓSTHÓLFI Á ISLAND.IS

Frá og með 1. september mun embættið hætta að senda út hefðbundnar bréfasendingar og birta afgreiðslubréf og grenndarkynningargögn eingöngu í pósthólfum einstaklinga og lögaðila á island.is. Afgreiðslubréfin eru send á pósthólf umsækjenda málanna en grenndarkynningargögn á þá aðila sem taldir eru eiga mögulegra hagsmuna að gæta við óverulegar skipulagsbreytingar eða byggingarframkvæmdir þar sem skipulag liggur ekki fyrir.

Mánudagur, 12. september 2022

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings sem sveitarfélögum er skylt að greiða samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 76/2016. Sérstakur húsnæðisstuðningur kemur þá í stað sérstakra húsaleigubóta. Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir samþykki umsóknar og fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings má sjá í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning inn á heimasíðu Félagsþjónustunnar, www.felagsmal.is.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 – 17 ára námsmanna

Mánudagur, 5. september 2022

Umsóknarfrestur um starf hjúkrunarforstjóra Lundar á Hellu rann út þann 22. ágúst síðastliðinn.  Alls bárust átta umsóknir en ein var dregin til baka. Umsækjendur eru:

Anna Árdís Helgadóttir, deildarstjóri
Fanney Gunnarsdóttir, deildarstjóri
Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarforstjóri
Rósa Jóhannesdóttir, hjúkrunarforstjóri
Sólrún Þórunn Bjarnadóttir, húkrunarforstjóri
Unnur Þormóðsdótttir, hjúkrunarforstjóri
Þórhildur Guðbjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur

 

Mánudagur, 15. ágúst 2022

Boðað er til aðalfundar Fjallskiladeildar Holtamannaafréttar að Lauglandi í hreppssal Ásahrepps, fimmtudaginn 18. ágúst 2022 klukkan 20:00.

Fulltrúar þeirra lögbýla sem upprekstrarrétt hafa á Holtamannaafrétti samkvæmt fjallskilaskrá hafa athkvæðisrétt á fundinum.

Kosnir verða 3 menn af 5 í stjórn deildarinnar og jafnmargir til vara, þ.e. 2 frá Ásarheppi og 1 frá fyrrum Djúpárhreppi.

Önnur mál samkvæmt samþykktum deildarinnar.

 

Ísleifur Jónasson
oddviti Ásahrepps

Pages