Allar fréttir

Mánudagur, 9. nóvember 2020

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu veitir einstaklingum og fjölskyldum fjölbreytta þjónustu svo sem félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu, stuðningsþjónustu og stuðning vegna húsnæðisvanda. Félagsleg ráðgjöf felur annars vegar í sér upplýsingagjöf og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál og hins vegar stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda.

Fimmtudagur, 5. nóvember 2020

Skrifstofa Ásahrepps er lokuð almenningi frá og með 5. nóvember 2020, skv. ákvörðun hreppsnefndar á 33. fundi sínum.

Erindi til skrifstofu Ásahrepps skal senda með tölvupósti eða með almennri póstsendingu. Einnig er hægt að hafa samband símleiðis, sjá símanúmer hér fyrir neðan.

Símanúmer og tölvupóstföng:

sunnudagur, 1. nóvember 2020

Stjórn Odda bs. hefur ákveðið í samráði við stjórnendur grunnskólanna í sveitarfélaginu, Grunnskólann Hellu og Laugalandsskóla að það verði starfsdagur í báðum skólunum á morgun, mánudag. Það er gert til að tryggja stjórnendum og öðru starfsfólki skólanna svigrúm til að skipuleggja skólastarfið í samræmi við reglugerð stjórnvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir í grunnskólum landsins sem tekur gildi miðvikudaginn 4. nóvember nk. Rétt er að ítreka að leikskólarnir taka á móti börnum í fyrramálið eins og vanalega.

 

sunnudagur, 1. nóvember 2020

Stjórn Odda bs. hefur ákveðið í samráði við stjórnendur grunnskólanna í sveitarfélaginu, Grunnskólann Hellu og Laugalandsskóla að það verði starfsdagur í báðum skólunum á morgun, mánudag. Það er gert til að tryggja stjórnendum og öðru starfsfólki skólanna svigrúm til að skipuleggja skólastarfið í samræmi við reglugerð stjórnvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir í grunnskólum landsins sem tekur gildi miðvikudaginn 4. nóvember nk. Rétt er að ítreka að leikskólarnir taka á móti börnum í fyrramálið eins og vanalega.

 

Föstudagur, 30. október 2020

Því miður næst ekki að klára viðgerð á sorpbifreið fyrr en seinnipart í dag. Losun sem vera átti í dag (gult á dagatali) verður því færð yfir á mánudag til miðvikudag í næstu viku.

 

Miðvikudagur, 28. október 2020

Til að sjá auglýsinguna þarf að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-28-oktober-2020/

Á síðu UTU mun auglýsing birtast með þeim hætti að hver auglýsing (hvert mál) hfeur með sér krækju á ýmist lýsingu, kynningu, uppdrátt eða bæði uppdrátt og greinargerð.

 

Föstudagur, 23. október 2020

Persónuvernaryfirlýsing Ásahrepps hefur verið endurskoðuð og var hún samþykkt á 32. fundi hreppsnefndar.  Nýr persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins er:

Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir
Tölvupóstfang: vigdis@landlogmenn.is
Sími: 546 4040

Þriðjudagur, 20. október 2020

Fyrsti rafræni íbúafundur um mögulega sameiningu Ásahreepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps fór fram í gærkvöldi. Fundurinn fór vel fram og gekk fólki vel að tengjast inn á fundinn.

 

Á fundinn mættu 27 manns og voru umræður að loknum kynningum góðar og málefnalegar.

Fundarfólk ræddi hvort sveitarfélögin fimm ættu að halda áfram viðræðum og leyfa íbúum að kjósa um sameiningu þeirra, og þau atriði sem ber að varast ef til þess kemur.

Þriðjudagur, 20. október 2020

Til að sjá auglýsingu um byggðasmölun 24. október 2020 þarf að smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Auglýsing

Mánudagur, 19. október 2020

Íbúafundir um viðræður um mögulega sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps fara fram þessa dagana. Fundirnir eru haldnir til að kynna verkefnið og leita eftir sjónarmiðum íbúa. Í ljósi samkomutakmarkana fara fundirnir fram rafrænt. 

Íbúafundur fyrir íbúa Ásahrepps verður haldinn í kvöld og hefst hann klukkan 20:00.  Íbúar Ásahrepps eru hvattir til að skrá sig á fundinn, en hægt er að skrá sig á heimasíðu verkefnisins.  

Pages