Allar fréttir

Miðvikudagur, 12. desember 2018

Í tilefni 60 ára afmælis Laugalandsskóla, sem var haldið þann 8. desember s.l. gáfu Foreldrafélag Laugalandsskóla, Kvenfélagið Framtíðin, Kvenfélagið Eining og Kvenfélagið Lóa allan búnað fyrir nýjan frisbýgolfvöll sem settur verður upp á Laugalandi.

Verður völlurinn settur upp með vorinu og mun hann þá nýtast nemendum og starfsfólki Laugalandsskóla, nemendum og starfsfólki leikskólans á Laugalandi, íbúum sveitarfélaganna í kring, sem og gestum og gangandi.

Miðvikudagur, 5. desember 2018

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður laugardaginn 15.

Miðvikudagur, 5. desember 2018

Aukafundur var haldinn hjá hreppsnefnd Ásahrepps í dag, þann 5. desember 2018. Fyrir fundinum lá að taka fjárhagsáætlun Ásahrepps 2019 - 2022 til lokaumræðu og afgreiðslu.  Fundargerð má finna á heimasíðunni undir fundargerðir hreppsnefndar.

 

Mánudagur, 3. desember 2018

Sorpstöð Suðurlands bs. óskar eftir landi undir urðunarstað til kaups eða leigu. Æskileg staðsetning er á svæðinu frá Hellisheiði í vestri að Jökulsá á Sólheimasandi í austri. Æskilegt er að landið sé vel staðsett gagnvart samgöngum á landi og dreifikerfi raforku, en fjarri vatnsverndar- og  útivistarsvæðum. Lágmarksstærð lands er 30 ha. Á staðnum yrði tekið við almennum úrgangi til urðunar, þó ekki lífrænum úrgangi. Áætlaður rekstrartími er 30 ár en leigutími að lágmarki 60 ár ef um leigu yrði að ræða.

 

Þriðjudagur, 27. nóvember 2018

Aðventustund sunnudaginn 2. des. kl. 17.00.

Kórinn syngur aðventu- og jólasálma, ungir hljóðfæraleikarar leika jólalög og við hefjum undirbúning fyrir hátíðina helgu og kaffihressing að athöfn lokinni.

Mánudagur, 19. nóvember 2018

8. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi miðvikudaginn 21. nóvmeber 2018 klukkan 8:30.

Dagskrá 8. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Miðvikudagur, 24. október 2018

Smölun heimalanda hefur verið ákveðin laugardaginn 27. október 2018 samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu. 

Miðvikudagur, 24. október 2018

Dægurlagamessa“ verður sunnudaginn 28. okt. kl. 14.00. Í guðsþjónustunni mun kórinn syngja dægurlög með trúarlegum textum við undirleik Guðmundar Eiríkssonar kórstjóra.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Miðvikudagur, 10. október 2018

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á 7. fundi sínum þann 10. október 2018 að breyta tímasetningu á föstum fundartíma hreppsnefndar.  Samkvæmt þeirri ákvörðun verða fastir fundartímar hreppsnefndar þriðji (3) miðvikudagur í hverjum mánuði.  Næsti fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður því haldinn 21. nóvember 2018.

Miðvikudagur, 10. október 2018

verður haldinn í Rangárhöllinni á Rangárbökkum við Hellu 20.október kl. 14-17.

Athugið breytta staðsetningu og breytta dagsetningu

 

Fjáreigendur milli Þjórsár og Markarfljóts geta komið með allt að 10 kindur á sýninguna og er fjölbreytni í litum æskileg.

Efstu veturgamlir hrútar úr heimasýningum verða boðaðir , þeim raðað og verðlaunaðir.

Efstu lambhrútar úr heimasýningum verða boðaðir og dæmdir upp á nýtt og verðlaunaðir.  Koma má með 1-3 ódæmda hrúta.  Athugið að kollóttum og hyrndum hrútum og gimbrum verður raðað í sitt hvoru lagi.

Pages