Allar fréttir

Mánudagur, 9. March 2020

Ásahreppur fékk úthlutað tveimur styrkjum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða:

Mánudagur, 2. March 2020

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 8. mars, klukkan 14:00.  Kórinn syngur fallegu sálmana úr Söngvaseið viðundirleik Eyrúnaar organista.

Aðalsafnaðrfundur verður haldinn að aflokinni athöfn.

Hjartanlega velkomin.

Sr. Halldóra.

Fimmtudagur, 20. febrúar 2020

Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu kom saman til fundar þann 20. febrúar 2020 og undirritaði verksamning við Ingólf Rögnvaldsson frá Trésmiðju Ingólfs ehf um 2. áfanga við byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Hellu.  Fyrirtæki Ingólfs átti lægsta tilboð í verkið samtals kr. 32.585.507 en kostnaðaráætlun verksins hljóðaði uppá kr 38..331.646.  Umsjón og eftirlit með verkinu af hálfu verkkaupa verður í höndum Ólafs Rúnarssonar aðstoðarmanns byggingarfulltrúa Rangárþings eystra og eldvarnaeftirlitsmanns Brunavarna Rangárvallasýslu bs.

Miðvikudagur, 19. febrúar 2020

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á 24. fundi sínum, 19. febrúar 2020, að næsti reglubundni fundur hreppsnefndar (25)  verði haldinn mánudaginn 23. mars 2020.  Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps og hefst klukkan 8:30.

Föstudagur, 14. febrúar 2020

24. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2020 á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi.

Fundurinn hefst kl. 8:30

Til að sjá dagskrá fundarins skal smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Dagskrá 24. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Miðvikudagur, 12. febrúar 2020

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru (2019-nCoV). 

Föstudagur, 31. janúar 2020

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan til að sjá auglýsinguna:

Auglýsing um sumarstörf

Föstudagur, 31. janúar 2020

Guðsþjónusta á sunnudaginn næsta 2. febrúar, kl. 14:00.

Kórinn syngur undir stjórn Eyrúnar organista.

Sr. Halldóra

Þriðjudagur, 28. janúar 2020

Söfnun marka í sýslunni hefur gengið vel en ennþá eiga nokkrir eftir að ganga frá sínum mörkum.  Þess vegna framlegni ég frestinn til að skila inn staðfestingu til 31.01. n.k.   Velkomið að hringja og staðfesta mörkin  þannig.

Útgáfa markaskrár 2020 í Rangárvallasýslu.

Föstudagur, 3. janúar 2020

23. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 8. janúar 2020 klukkan 8:30.  Fundurinn fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi.

Smellið á krækjuna hér fyrir neðan til að sjá dagskrá fundarins:

Dagskrá 23. fundar hreppsnefndar Ásahrepps

Pages