Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu kom saman til fundar þann 20. febrúar 2020 og undirritaði verksamning við Ingólf Rögnvaldsson frá Trésmiðju Ingólfs ehf um 2. áfanga við byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Hellu. Fyrirtæki Ingólfs átti lægsta tilboð í verkið samtals kr. 32.585.507 en kostnaðaráætlun verksins hljóðaði uppá kr 38..331.646. Umsjón og eftirlit með verkinu af hálfu verkkaupa verður í höndum Ólafs Rúnarssonar aðstoðarmanns byggingarfulltrúa Rangárþings eystra og eldvarnaeftirlitsmanns Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á 24. fundi sínum, 19. febrúar 2020, að næsti reglubundni fundur hreppsnefndar (25) verði haldinn mánudaginn 23. mars 2020. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Ásahrepps og hefst klukkan 8:30.
Söfnun marka í sýslunni hefur gengið vel en ennþá eiga nokkrir eftir að ganga frá sínum mörkum. Þess vegna framlegni ég frestinn til að skila inn staðfestingu til 31.01. n.k. Velkomið að hringja og staðfesta mörkin þannig.
23. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 8. janúar 2020 klukkan 8:30. Fundurinn fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi.
Smellið á krækjuna hér fyrir neðan til að sjá dagskrá fundarins: