Ágætu íbúar

Mánudagur, 30. apríl 2018

Eigandi Sumarliðabæjar 1 er tilbúinn til að veita opið aðgengi að skógarstígum í 70 ha skógræktarstykki í landi Sumarliðabæjar 1 ef sveitarfélagið kemur að uppbyggingu stíganna. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita bs. hefur áætlað kostnað við gerð bílastæða og lagningu reið- og gönguleiða um svæðið. Hreppsnefnd ætlar að kynna sér svæðið föstudaginn 4. maí nk. kl. 17:00 undir leiðsögn Sigurðar Sigurðarson. Hreppsnefnd hvetur alla áhugasama íbúa Ásahrepps að mæta á kynninguna. Mæting er í hesthúsi Sigurðar. Munum að klæða okkur eftir veðri.

Vonumst til að sjá sem flesta

Virðingarfyllst f.h. Ásahrepps,

Nanna Jónsdóttir, sveitarstjóri