Áríðandi tilkynning frá Vatnsveitu Ásahrepps og Rangárþings ytra

Þriðjudagur, 16. febrúar 2021
Ósamþykkt brynning sem augljóslega lekur.

Eftir langvarandi frostatíð er mjög mikilvægt að hugað sé að vatnslögnum í beitarhólfum og við sumarhús.

Töluverður leki er úr Vatnsveitunni um þessar mundir og gríðarlega mikilvægt að komast fyrir það sem allra, allra fyrst.

Verði vart við lekar lagnir eða brynningartæki, vinsamlegast hafið tafarlaust samband við Vatnsveituna í síma: 487-5284.