Íbúafundur

Mánudagur, 1. nóvember 2021

Ágætu íbúar Ásahrepps og aðrir hagsmunaaðilar.

Hreppsnefnd Ásahrepps boðar til íbúafundar, sem haldinn verður að Laugalandi (matsal) fimmtudaginn 4. nóvember 2021 klukkan 18:30 – 20:30 þar sem tillaga um endurskoðað aðalskipulag Ásahrepps verður kynnt.  Einnig verður á dagskrá umræða um framtíð samkomuhússins Ásgarðs í Ási.

Markmið fundarins er að eiga samtal við íbúa Ásahrepps og aðra hagsmunaaðila áður en aðalskipulagstillagan verður sett í almenna kynningu.  Einnig er ætlunin að heyra skoðun íbúa Ásahrepps um framtíð samkomuhússins Ásgarðs í Ási.

Í boði verður súpa og brauð fyrir fundarfólk

Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér málið og taka þátt í umræðunni um framtíðarsýn í skipulagsmálum sveitarfélagsins og framtíð samkomuhússins Ásgarðs.

Hægt er að nálgast skipulagsgögnin á slóðinni:

https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/MapSeries/index.html?appid=a42c1ffcacc54fbcae1d6a790b110c00

Hreppsnefnd Ásahrepps