Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Mánudagur, 9. March 2020

Ásahreppur fékk úthlutað tveimur styrkjum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða:

1. Ásahreppur - Gönguleið með Köldukvísl, Köldukvíslargljúfri, Fagrafossi og Nefja Kr. 8.058.000,- styrkur til að gera dásamlega 16 km gönguleið aðgengilega fyrir ferðamenn, vernda náttúru og tryggja öryggi ferðamanna. Þarna er gróður viðkvæmur á stöðum og því nauðsynlegt að huga vel að því hvaða slóð á að velja þannig að náttúran sé vernduð. Verkefnið felst í gera gönguleið en um leið að vernda náttúru á viðkvæmu svæði og auka öryggi ferðamanna.

2. Ásahreppur - Hvanngiljafoss og Dynkur aðgengilegir Kr. 6.216.800,- styrkur til að bæta aðgengi að Hvanngiljafossi og Dynk ásamt því að vernda náttúruna fyrir ágangi og bæta öryggi ferðamanna. Mikilvægt er að hanna og setja upp skilti þar sem fólki er beint í réttar áttir og komið á framfæri upplýsingum um verndun náttúru og öryggi ferðamanna. Loka þarf villuslóðum og endurheimta staðargróður. Einnig þarf að afmarka bílaplan. Verkefnið rímar vel við áherslur sjóðsins og snýr að verndun náttúru og bættu öryggi fyrir ferðamenn.