17. júní hátíðarhöld Ásahrepps í Ásabrekkuskógi.

Miðvikudagur, 10. júní 2020

Hátíðin hefst kl. 10:30. Boðið verður upp á andlistmálun, blöðrur hnýttar og farið í leiki.  Kirkjukór Kálfholtskirkju syngur og hinir geysivinsælu grillarar frá kvenfélaginu grilla hamborgara og pylsur.  Fulltrúar frá Skógræktarfélagi Rangæinga munu mæta og koma með berjaplöntur sem gróðursettar verða í Ásabrekkuskógi.

Verið hjartanlega velkomin.

Ásahreppur, Kvenfélagið Framtíðin og Garpur.