27. fundur hreppsnefndar Ásahrepps

Mánudagur, 20. apríl 2020

27. fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl 2020 og hefst kl. 9:00.

Fundurinn verður fjarfundur þar sem allir hreppsnefndarfulltrúar og sveitarstjóri verða hver við sína tölvu en ekki í sameiginlegu fundarrými. Einnig hefur Auðunn Guðjónsson, endurskoðandi, verið boðaður á fundinn.  Fundurinn verður því ekki haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins líkt og venjan er og er það liður í að bregðast við ábendingum og fyrirmælum yfirvalda eftir að samkomubann var sett á.  Einnig til að tryggja sem best starfshæfni hreppsnefndar og stjórnsýslu Ásahrepps.

Vegna þessara sérstöku aðstæðna í þjóðfélaginu, sem orsakast af COVID-19, þá nýtir hreppsnefnd Ásahrepps sér heimild til að nýta fjarfundarbúnað við framkvæmd hreppsnefndarfundar.  Heimild um slíka tilhögun var auglýst af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þann 18. mars 2020.  Byggir þessi heimild á samþykktu VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sem verður í gildi til 18. júlí 2020,  

Til að sjá dagskrá fundarins skal smella á krækjuna hér fyrir neðan:

Fundarboð 27. fundar hreppsnefndar Ásahrepps