Alþingiskosningar og kosningar um sameiningu sveitarfélaga

Miðvikudagur, 22. september 2021

Alþingiskosningar og kosningar um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu,  25. september 2021.

Í Ásahreppi er ein kjördeild og er kjörstaður í Ásgarði og fara þessar kosningar fram samhliða.  Um er að ræða:

Alþingiskosningar

Á kjörskrá til Alþingiskosninga eru íslenskir ríkisborgar, sem eru orðnir 18 ára þegar kosning fer fram og eru skráðir með lögheimili í Ásahreppi fimm vikum fyrir kjördag. Enn fremur eru á kjörskrá einstaklingar búsettir erlendis, sem hafa kosningarétt í Ásahreppi og eru á kjörskrá.

Kosningar um sameiningu sveitarfélaganna í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Á kjörskrá vegna sameiningarkosninga eru allir íslenskir ríkisborgarar sem eru 18 ára þegar kosning fer fram og eru skráðir með lögheimili í Ásahreppi þremur vikum fyrir kjördag.  Á kjörskrá eru einnig danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti framangreindum skilyrðum.

Kjörfundur hefst kl. 11:00 og lýkur kl. 19:00.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki og framvísi þeim ef óskað er.  Bent er á að grímuskylda er á kjörstað.

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Ásahrepps að Laugalandi fram á kjördag.  Skrifstofan er opin á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 12:00 og 16:00.

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar með því að skrá eftirfarandi slóð https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/althingiskosningar/althingiskosningar-2021/  og fá upplýsingar um hvar viðkomandi er á kjörskrá.

Kjörstjórn Ásahrepps