Breyttur tími fastra funda hreppsnefndar Ásahrepps

Miðvikudagur, 10. október 2018

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á 7. fundi sínum þann 10. október 2018 að breyta tímasetningu á föstum fundartíma hreppsnefndar.  Samkvæmt þeirri ákvörðun verða fastir fundartímar hreppsnefndar þriðji (3) miðvikudagur í hverjum mánuði.  Næsti fundur hreppsnefndar Ásahrepps verður því haldinn 21. nóvember 2018.