Byggðasmölun 2018

Miðvikudagur, 24. október 2018

Smölun heimalanda hefur verið ákveðin laugardaginn 27. október 2018 samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu. 

Þar segir í 27. gr. "Við byggðasmölun er hver og einn skyldugur til að smala heimaland sitt og hlýðnast þeim fyrirskipunum sveitarstjórnar, sem miða að því að vel sé smalað og almenningur sé samtaka í smölun, bæði innbyrðis og sveita á milli. Sé fyrirmælum um smölun ekki hlýtt og sterkur grunur leikur á að í viðkomandi landi sé um óskil að ræða, getur sveitarstjórn fyrirskipað smölun á kostnað umráðamanns viðkomandi jarðar". 

Sveitarstjóri Ásahrepps, sveitarstjóri Rangárþings ytra.