Forsetakosningar 1. júní 2024

Miðvikudagur, 22. maí 2024

 ATHUGIÐ BREYTTA STAÐSETNINGU KJÖRSTAÐAR

Forsetakosningar 1. júní 2024.
Framlagning kjörskrár og kjörstaður í Ásahreppi.
Skoðanakönnun meðal íbúa um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu

Kjörfundur vegna forsetakosninga verður haldinn að Laugalandi í Holtum (Miðgarði), fyrir alla íbúa Ásahrepps.  Kjörfundur hefst laugardaginn 1. júní n.k. klukkan 10:00 og lýkur kl. 18:00.

Samhliða forsetakosningum verður framkvæmd skoðanakönnun þar sem könnuð verður afstaða íbúa Ásahrepps til hugmynda um sameiningarviðræður meðal sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.  Könnunin er hugsuð sem leiðbeinandi þáttur í ákvörðun hreppsnefndar Ásahrepps um hvort skuli hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki með mynd.

Kjörskrá fyrir Ásahrepp liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Laugalandi frá 11. maí til kjördags á opnunartíma sem er á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 12:00 til 16:00.

Bent er á upplýsingavef  http://www.kosning.is en þar er að finna hagnýtar upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Þar geta kjósendur einnig kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vefslóðinni: 

https://www.skra.is/thjonusta/einstaklingar/kjorskra-og-kosningarettur/

 en vakin er athygli á að kjörstað hefur verið breytt og er á Laugalandi.  Ákvörðun um nýjan kjörstað var tekin eftir 24. apríl s.l. þannig að ekki er hægt að breyta kjörstað inn á vef Þjóðskrár.  Því er áréttað að kjörstaður verður Laugaland en ekki Ásgarður.

Kjörstjórn Ásahrepps

 

KJÖRFUNDUR VERÐUR HALDINN AÐ LAUGALANDI Í HOLTUM, MIÐGARÐI.  BEST AÐKOMA ER AÐ NORÐURHLIÐ SKÓLANS

 

Auglýsing á PDF formi