Góðar umræður á fyrsta íbúafundi

Þriðjudagur, 20. október 2020

Fyrsti rafræni íbúafundur um mögulega sameiningu Ásahreepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps fór fram í gærkvöldi. Fundurinn fór vel fram og gekk fólki vel að tengjast inn á fundinn.

 

Á fundinn mættu 27 manns og voru umræður að loknum kynningum góðar og málefnalegar.

Fundarfólk ræddi hvort sveitarfélögin fimm ættu að halda áfram viðræðum og leyfa íbúum að kjósa um sameiningu þeirra, og þau atriði sem ber að varast ef til þess kemur.

Fram kom að Ásahreppur vinnur flest sín verkefni í samstarfi við nágrannasveitarfélög og eru að vissu leyti háð þeim um þjónustu.

Það sem helst brennur á íbúum í Ásahreppi er að standa vörð um skólahald í Laugalandi og gæta að því að íbúar hafi áhrif á ákvarðanatöku í stærra sveitarfélagi. Þá óttast íbúar aukna skattheimtu og gjaldtöku.

Aukinn kraftur í atvinnuþróun og samgöngumálum var meðal helstu tækifæra sem nefnd voru í umræðum.

Elín Elísabet og Rán Flygenring sáu um að myndlýsa því sem kom fram á fundinum og má lesa helstu niðurstöður út úr teikningum þeirra. Þær munu myndlýsa á öllum íbúafundunum fjórum, en næstu fundir fara fram.

 

Rangárþing ytra                    20. október kl. 20-22

Rangárþing eystra                21. október kl. 20-22

Mýrdalshreppur                   22. október kl. 20-22

Skaftárhreppur                     27. október kl. 20-22

 

Skráning fer fram á svsudurland.is þar sem er hægt að nálgast kynningar frá fundinum og skoða fleiri teikningar