Gjöf í tilefni 60 ára afmælis Laugalandsskóla.

Miðvikudagur, 12. desember 2018

Í tilefni 60 ára afmælis Laugalandsskóla, sem var haldið þann 8. desember s.l. gáfu Foreldrafélag Laugalandsskóla, Kvenfélagið Framtíðin, Kvenfélagið Eining og Kvenfélagið Lóa allan búnað fyrir nýjan frisbýgolfvöll sem settur verður upp á Laugalandi.

Verður völlurinn settur upp með vorinu og mun hann þá nýtast nemendum og starfsfólki Laugalandsskóla, nemendum og starfsfólki leikskólans á Laugalandi, íbúum sveitarfélaganna í kring, sem og gestum og gangandi.

Meðfylgjandi mynd er frá afhendingu gjafabréfsins sem formaður nemendaráðs Laugalandsskóla, Guðný salvör Hannesdóttir, Arnkötlustöðum veitti viðtöku.