Jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga

Miðvikudagur, 5. desember 2018

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður laugardaginn 15.

desember n.k frá kl. 13-16 í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.  Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré.  Eingöngu verður í boði að höggva stafafuru á staðnum en  einnig verður til sölu takmarkað magn af grenitrjám.

 

Með kaupum á íslensku „jólatré“ stuðlum við að minni mengun og styrkjum gott málefni.

 

 

Að venju verður boðið uppá hressingu í skóginum.  Upplýsingar eru í síma 8692042.