Könnun á vilja íbúa til sameiningar sveitarfélagsins

Mánudagur, 17. janúar 2022

Kæru íbúar Ásahrepps.

Gleðilegt ár og takk fyrir liðin ár.

Hreppsnefnd Ásahrepps ákvað að láta fara fram könnun á vilja íbúa til sameiningar sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög. Spurningarnar verða á þá leið hvort íbúar séu alfarið á  móti sameiningu, eða ef svo er ekki þá hvaða sameining sé ákjósanlegust að þeirra mati gefnir verð þrír valmöguleikar, Rangárvallasýsla, Rangárþing ytra eða sveitarfélögin sem liggja með Þjórsá.  Starfsmaður frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands mun á næstu dögum hringja í íbúa og bera upp könnunina. Við vonum að íbúar taki vel í að svara könnuninni. Könnunin er órekjanleg og  persónuverndar er gætt í hvívetna

Með fyrirfram þökk og bestu kveðju

Hreppsnefnd Ásahrepps.