Kynning og fræðslufundur um Suzuki hljóðfæranám

Föstudagur, 20. janúar 2017

Tónlistarskóli Rangæinga býður alla hjartanlega velkomna á kynningu og fræðslufund í Tónlistarskólanum á Hvolsvelli laugardaginn 28. janúar kl. 13:00.
Haustið 2015 var lagður grunnur að stofnun Suzukideildar við Tónlistarskóla Rangæinga. Uppbygging hefur gengið nokkuð vel. Gert er ráð fyrir að deildin verði formlega stofnuð vorið 2017.

Suzuki kennslufræði eða móðurmálsaðferðin á sér nokkuð langa sögu á Íslandi og hefur fest sig í sessi í mörgum tónlistarskólum á Íslandi. Þeir sem vilja kynna sér efni á Íslensku um kennsluaðferðina geta t.d. nálgast það hér: allegro.is/einkenni

Við hlökkum til að sjá sem flesta!