Kynningafundir vegna Uppbyggingasjóðs Suðurlands

Föstudagur, 29. september 2017

Á næstunni verða haldnir kynningafundir vegna umsókna í Uppbyggingasjóð Suðurlands.

Á fundinum fá væntanlegir umsækjendur leiðbeiningar um umsóknarferlið og gerð góðra umsókna.

Einnig mæta styrkþegar sem eru með áhugaverð verkefni í gangi og kynna sín verkefni og hvernig hugmynd verður að veruleika.

Kynningarfundir verða á eftirfarandi stöðum:

Flúðir – Hótel Flúðir
2. október – mánudagur kl. 12.00

Kynning: Korngrís kjötvinnsla – hönnun og þróun við uppsetningu kjötvinnslu – Petrína Þórunn Jónsdóttir

Hella – Stracta Hótel Suður
3. október – þriðjudagur kl. 12.00

Kynning: “Súkkulaði” – Finnur Bjarki Tryggvason

Selfoss – Fjölheimar 
3. október – þriðjudagur kl. 16.00

Kynning: “Uppspuni” – Hulda Brynjólfsdóttir

Vestmennaeyjar – Visku, Strandvegi 50
3. október – þriðjudagur kl. 12.00

Höfn – Nýheimar
6. október – föstudagur kl. 12.00

Kynningar: “Vírdós tónlistarhátíð” – Vilhjálmur Magnússon og “Stuttmynd um landmótun og lífríki Skúmeyjar á Jökulsárlóni” – Náttúrustofa Suðausturlands.

Kirkjubæjarklaustur – Félagsheimilið Kirkjuhvoll
9. október – mánudagur kl. 20.00
“Sögulegar ljósmyndir úr Skaftárhreppi” – Lilja Magnúsdóttir

sjá nánar hér:kynnigarfundir