Lánasérfræðingar frá Byggðastofnun heimsækja Suðurland

Mánudagur, 20. maí 2019

Lánasérfræðingar frá Byggðastofnun verða á Hvolsvelli á morgun 21. maí kl. 09.00 að Austurvegi 4, önnur hæð. Þá gefst forsvarsmönnum fyrirtækja tækifæri til að ræða sínar hugmyndir við lánasérfræðingana. Hvetjum áhugasama um að mæta og kynna sér hvað Byggðastofnun hefur upp á að bjóða.

Lánasérfræðingar frá Byggðastofnun halda einnig fundi í Vestmannaeyjum og á Selfossi og kynna þar lánamöguleika fyrirtækja.

22. maí kl: 12:00 í Þekkingarsetri Vestmannaeyja
23. maí kl: 12:30 að Austurvegi 56 á Selfossi