Plastlaus september

Föstudagur, 14. september 2018

Hreppsnefnd Ásahrepps hvetur alla íbúa Ásahrepps til þess að taka þátt í árverknisátakinu “Plastlaus september”.  Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.

Nánari upplýsingar er að finna á  www.plastlausseptember.is

Plastlausa vikan nær hámarki í dag og á morgun, þann 14. og 15. september.  Alþjóðlegi Alheimshreinsunardagurinn er laugardagurinn 15. september.  Bent er á móttökustöðina sunnan Landvegamóta þar sem staðsettur er gámur fyrir plast.  Jafnframt eru tunnur fyrir plast við hvert heimili.

Við getum valið hvort við tökum þátt í einn dag, eina viku, heilan mánuð eða til framtíðar.