Plokkdagur í Ásahreppi

Miðvikudagur, 22. maí 2019

Hreppsnefnd Ásahrepps ákvað á síðasta fundi sínum að efna til hreinsunarátaks, plokkdag, meðfram Suðurlandsvegi, þjóðvegi 1, í sveitarfélaginu miðvikudaginn 29. maí n.k. og hefst klukkan 17:00.

Mæting er annars vegar við Kálfholtsveg (288) og hins vegar Ásmundarstaðarveg (282).

Íbúar eru hvattir til að taka þátt í þessu hreinsunarátaki.

Ruslapokar og hanskar verða afhentir við byrjun verkefnisins við fyrrgreind gatnamót og  sveitarfélagið mun sjá um að ekið verður um, pokar teknir upp og skilað á móttökustað að Strönd.

Þegar verkefninu líkur mun Kvenfélagið Framtíðin vera með heita súpu handa öllum þátttakendum að Laugalandi.  Allir þátttakendur fá lukkumiða og verður dreginn út einn vinningur við máltíð að Laugalandi.

Tökum nú öll höndum saman, hreinsum og fegrum umhverfi okkar.

Hreppsnefnd Ásahrepps og Kvenfélagið Framtíðin