Rusl plokkað í Ásahreppi

Miðvikudagur, 5. júní 2019

Hreppsnefnd Ásahrepps biðlaði til hreppsbúa að sameinast um að gera fínt með vegum og heimreiðum. Síðan var lokaátakið í síðustu viku, eða þann 29. maí, að fara með þjóðveginum og tína rusl sem þar fannst.
Óhætt er að segja að þátttaka hafi verið virkilega góð og gekk verkið hratt og vel fyrir sig.
Kvenfélagið bauð í súpu á Laugaland þegar verkefninu var lokið.  Þar var dreginn út lukkuvinning í boði SS.  Þar áttu allir þátttakendur ánægjulega samverustund.
Öllum sem lögðuð hönd á plóg eru færðar innilegar þakkir. Þið eruð sannarlega til fyrirmyndar.