SÍBS líf og heilsa á Suðurlandi í janúar, heilsufarsmælingar

Fimmtudagur, 4. janúar 2018

Hjartaheill, Samtök sykursjúkra, Samtök lungnasjúklinga og SÍBS í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) munu bjóða íbúum á Suðurlandi upp á ókeypis heilsufarsmælingu 22. - 26. janúar næstkomandi undir merkjum "SÍBS líf og heilsa" verkefnisins. Íbúum Hveragerðis og nærsveita var boðið í mælingu þann 23. nóvember.  Við munum senda út boðsbréf á alla íbúa í póstnúmerum 800, 801, 820, 825, 815, 840 og 845, fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. janúar.  Með vorinu munum við halda austur á bóginn og heimsækja m.a. Vík, Vestmannaeyjar og Kirkjubæjarklaustur. 

 

Mælingar verða í (sjá link á Facebook viðburð):

 

Mælingarnar ná til helstu áhættuþáttta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun, mittismál og styrkur. Jafnframt gefst þátttakendum kostur á að svara lýðheilsukönnun. Hjúkrunarfræðingur frá HSU verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.  

 

Við óskum eftir samstarfi og stuðningi sveitarfélaga við kynningu á mælingum og til að standa straum af kostnaði við dreifingu boðsbréfa, sjá meðfylgjandi beiðni.  Gaman væri ef starfsmenn sveitarfélaganna geta mætt í mælinguna. Við fögnum jafnframt samstarfi við sveitarfélögin um kynningu á heilsueflandi verkefnum á meðan á mælingunum stendur enda markmið þess að stuðla að bættri lýðheilsu. 

 

Eftir að mælingunum lýkur verða niðurstöður sendar á samstarfsaðila. Jafnframt munum við kynna niðurstöður mælinga og þátttakendum gefst kostur á að fá sínar niðurstöður sendar í tölvupósti ásamt heildarniðurstöðum, greindum eftir aldri og kyni, fyrir landshlutann. 

Sjá nánar hér: Líf og heilsa pdf